Viðskipti erlent

Hugsanlegt að olíuframleiðsla dragist enn meira saman

Mögulegt er að olíuframleiðsla verði minnkuð enn meira á næstunni vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Þetta segir Mohammad Ali Khatibi, fulltrúi Írana hjá OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja. Ráðgert er að næsti fundur OPEC fari fram í Alsír í desember.

Khatibi segir að ef ákvörðunin, sem var tekin í gær, um að skera niður olíuframleiðslu um 1,5 milljónir tunna á dag myndi ekki draga úr verðlækkun á olíu, þyrfti einfaldlega að skera meira niður í framleiðslu.

Heimsmarkaðsverð á olíu er komið niður fyrir 65 dali á tunnu, en Íranir þurfa að selja tunnuna á 90 dali til að koma stöðugleika á hagkerfi sitt, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×