Viðskipti erlent

Deutsche Postbank tapar miklu á íslensku bönkunum

Deutsche Postbank skilaði tapi á þriðja ársfjórðungi upp á tæplega 450 milljónir evra eða rúmlega 67 milljarða kr. Stór hluti tapsins skýrist af hruni íslensku bankanna og töpuðum útlánum sökum þessa.

Eftir að uppgjörið birtist í morgun lækkuðu bréf í Deutsche Postbank um 17% og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í fjögur ár í kauphöllinni í Frankfurt.

Stjórn bankans segir að þörf sé á einum milljarði evra, eða um 150 milljörðum kr. af nýju fé inn í bankann á fjórða ársfjórðngi ársins. Mun það verða sótt með hlutafjárútboði.

Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, tók yfir um 30% af hlutaféinu í Deutsche Postbank í síðasta mánuði og borgaði fyrir 2,8 milljarða evra eða nær 450 milljarða kr.. Með þessu fylgdi réttur á frekari kaupum.

Deutsche Bank hefur einnig tapað gríðarlegum fjárhæðum á lánum sínum til íslensku bankanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×