Viðskipti erlent

Norðursjávarolían undir 60 dollara tunnan

Verð á Norðursjávarolíunni fór undir 60 dollara á tunnuna í morgun. Á sama tíma fór bandaríska léttolían niður í 62,50 dollara og hefur ekki verið lægri í 17 mánuði.

Ástæðan fyrir áframhaldandi olíuverðslækkunum á heimsmarkaði er einkum kreppan sem skollin er á og niðurstaða fundar OPEC-ríkjanna í Vín fyrir helgi. OPEC ákvað þar að draga ekki meir úr framleiðslu sinni en vænst hafði verið.

OPEC hefur þegar gefið í skyn að meira verði dregið úr framleiðslunni og ákvörðun um slíkt verði tekin á næsta fundi samtakanna í desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×