Viðskipti erlent

Elbodan tekur yfir búðir og starfsfólk Merlin

Elbodan mun taka yfir búðir og starfsfólk verslunarkeðjunnar Merlin í Danmörku. Merlin sem er í eigu Árdegis fékk sem kunnugt er greiðslustöðvun um helgina.

Samkvæmt frétt í Politiken hefur Elbodan boðist til að taka yfir nær allar búðir Merlin og jafnframt að tryggja 280 starfsmönnum þeirra vinnu sína áfram.

Þetta tilboð er háð samþykki stærstu kröfuhafa en Elbodan vill að slíkt liggi fyrir innan sjö dag.

Það mun hafa verið hrun bankanna hér á Íslandi sem að lokum neyddi Merlin í greiðslustöðvun.

Elbodan er ein stærsta verslunarkeðja Danmerkur á sviði raftækja en undir hana heyra búðirnar Expert og Punkt 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×