Viðskipti erlent

Nikkei í sögulegt lágmark og upp aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei fór í morgun niður fyrir sjö þúsund stig í fyrsta sinn í 26 ár en hækkaði aftur áður en viðskiptum lauk og endaði í 6,4 prósentustiga hækkun við lokun markaða.

Hlutabréf í Ástralíu og Suður-Kóreu lækkuðu einnig en í Hong Kong hækkaði vísitalan um 4,5 prósentustig sem greiningaraðilar segja þó dropa í hafið eftir lækkanir gærdagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×