Viðskipti erlent

Sjóðir IMF gætu tæmst

Eftir að hagkerfi um heim allan hafa seilst í djúpa vasa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gæti svo farið að þeir tæmdust, að mati viðmælanda Daily Telegraph.

Sjóðurinn er nærri því að hafa ráðstafað einum fjórða af 200 milljarða dollara sjóðum sínum með aðstoð sinni við Ísland og Úkraínu, og fyrirhugaðri aðstoð við Pakistan, Ungverjaland, Hvíta-Rússland og Serbíu.

Neil Schering, sérfræðingur hjá Capital Economics, segir í samtali við blaðið að aðstoð sjóðsins í Austur-Evrópu sé bara toppurinn á ísjakanum. Áður en yfir líkur muni lönd á svæðinu þurfa á 5-600 milljarða dollara aðstoð að halda. IMF gæti áður en fjármálakrísunni lýkur þurft að leita til Vesturlanda um aukið fjármagn, eða jafnvel að prenta seðla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×