Viðskipti erlent

Viðskipti stöðvuð í Kauphöll New York

Hlutabréfaverð hefur hrunið um allan heim í dag.
Hlutabréfaverð hefur hrunið um allan heim í dag. MYND/AFP

Hlutabréfaverð hefur hrunið um allan heim í morgun, og allt stefnir í að verðhrunið berist til New York þegar opnað verður fyrir viðskipti í Kauphöll New York. Viðskipti með framvirkir samningar á Dow Jones vísitöluna voru stöðvaðir eftir að þeir féllu um 550 punkta, en samkvæmt því er Dow Jones vísitalan komin niður í 8224.

Ef framvirkir samningar falla um meira en 550 punkta eru viðskipti með þá sjáfkrafa stöðvuð.

Sjálfvirkir neyðarlokar eru til staðar í viðskiptakerfum kauphalla sem koma í veg fyrir að viðskipti geti átt sér stað ef verð fellur umfram einhver ákveðin viðmið. Til þess að viðskipti stöðvist þarf verð að falla um meira en 10 prósent fyrir klukkan tvö er sjálfkrafa lokað fyrir viðskiptin í klukkutíma. Ef verð fellur meira en 30 prósent er sjálfkrafa lokað fyrir viðskipti í heilan dag.

Hugmyndin með slíkum neyðarlokum er að koma í veg fyrir skelfingarsölu, og "holur" í viðskiptum, líkt og átti sér stað í kauphallarhruninu 1929.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×