Viðskipti erlent

Mikið tap hjá Carnegie veldur áfalli á markaðinum

Fjárfestingarbankinn Carnegie tapaði rúmlega 500 milljónum sænskra kr. á þriðja ársfjórðungi ársins eða um 8 milljörðum kr.. Kom þetta tap sem áfall fyrir sænska markaðinn þar sem gert hafð verið ráð fyrir hagnaði upp á um 100 milljónir sænskra kr. hjá bankanum.

Uppgjörið er ekki góðar fréttir fyrir Milestone en það á stóran hlut í Carnegie í gegnum dótturfélag sitt Moderna Finance. Hlutur Moderna í Carnegie stóð í 17,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs en félagið seldi 4,9% af þeim hlut með töluverðu tapi fyrr í mánuðinum. Ekki eru uppi áform um frekari sölu að sögn di.se.

Samkvæmt tilkynningu frá Carnegie skýrist tapið að stórum hluta af afskriftum upp á milljarð sænskra kr. eða um 16 milljörðum kr. Megnið af því er vegna eins aðila.

Þá minnkaði velta Carnegie á ársfjórðungum um 20% og niður í 852 milljónir sænskra kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×