Viðskipti erlent

Dregið úr olíuframleiðslu vegna verðhruns

OPEC, samtök olíusöluríkja, ætla að draga úr framleiðslu á olíu strax í næsta mánuði. Þetta er gert til að reyna að koma í veg fyrir að verð á olíu falli enn frekar en það hefur hríðfallið undanfarið. Framleiðslan verður dregin saman um eina komma fimm milljónir tunna á dag.

Eftirspurn eftir olíu hefur dregist hratt saman síðast liðinn mánuð eftir miklar þrengingar á fjármálamörkuðum. Þannig hefur olíuverð lækkað úr um hundrað og átta bandaríkjadölum í tæpa sextíu og þrjá á mánuði.

Þrátt fyrir tilkynninguna í morgun um að dregið verði úr framleiðslu hefur olíuverð haldið áfram að lækka.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×