Viðskipti erlent

Nomura tapar 50 milljörðum kr. á íslenskum skuldabréfum

Stærsta verðbréfamiðlun Japans, Nomura Holdings, reiknar með að tapa allt að 425 milljónum dollara eða um 50 milljörðum kr. á skuldabréfum sem íslensku bankarnir hafa gefið út.

Í tilkynningu um uppgjör Nomura fyrir annan ársfjórðung reikningsársins hjá þeim kemur fram að félagið tapaði alls 762 milljónum dollara. Tapið á íslensku bönkunum er því vel ríflega helmingur heildartapsins.

Aðrar fjárfestingar sem Nomura tapaði á voru m.a. Lehman Brothers en fram kemur í uppgjörinu að Nomura ætlar að eyða 2 milljörðum dollara til að taka yfir Lehman Brothers Holdings ásamt 8.000 starfsmönnum þess félags.

Uppgjörið olli vonbrigðum í Japan en þar á bæ reikna menn að næsta uppgjör Nomura verði enn verra og að það stefni í versta ár í sögu félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×