Fleiri fréttir Laun rúmlega 80% af heildarlaunakostnaði Árið 2008 var hlutfall launa 81,3% af heildarlaunakostnaði á móti 18,7% hlutfalli annars launakostnaðar en launa. Launagreiðendur bera ýmsan annan launakostnað en beinar launagreiðslur til starfsmanna sinna. 18.4.2011 09:02 Samkeppnishæfir í skattlagningu á olíuvinnslu Ríkissjóður Íslands fengi þrjátíu til fjörutíu prósent í skatta af olíulindum á Drekasvæðinu, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur flutt á Alþingi. Þar er lagt til að skattar af olíuvinnslu verði lækkaðir frá því sem áður var áformað svo Ísland verði samkeppnisfært við nágrannaríki eins og Færeyjar og Grænland. 18.4.2011 07:41 Ísland skrautfjöður í hatt AGS AGS telur framgang efnahagsáætlunar Íslands til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að áætlunin renni sitt skeið og ljúki á tilsettum tíma. Fjármálaráðherra segir að greiningarfyrirtækin vanmeti stöðu landsins. Í vikunni ræðst hvort matsfyrirtækin Standard & Poor‘s og Moody‘s færa lánshæfismat Íslands í ruslflokk, eins og þau höfðu boðað að þau myndu gera yrði Icesave-samkomulaginu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18.4.2011 07:00 Skattheimtu af olíuvinnslu breytt Ríkissjóður Íslands fengi þrjátíu til fjörutíu prósent í skatta af olíulindum á Drekasvæðinu, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur flutt á Alþingi. Þar er lagt til að skattar af olíuvinnslu verði lækkaðir frá því sem áður var áformað svo Ísland verði samkeppnisfært við nágrannaríki eins og Færeyjar og Grænland. 17.4.2011 18:47 86 kaupsamningum þinglýst Áttatíu og sex kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta er mikil aukning frá sama tíma í fyrra en þá var fjörtutíu og fjórum samningum þinglýst. Heildarveltan nam rúmum þremur og hálfum milljarði króna og jókst um tvo og hálfan milljarð milli ára. 17.4.2011 10:43 110 prósent leiðin verðlaunar vanskil Hundrað og tíu prósenta leið Íbúðalánasjóðs verðlaunar vanskil og nýtist best þeim sem neituðu að borga af lánum sínum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar sem kallar eftir því að rannsókn á Íbúðalánsjóði verði lokið sem fyrst. 16.4.2011 19:12 Steingrímur segir lækkun lánshæfismats óréttlætanlega Ekki er hægt að réttlæta lækkun lánshæfismats nú þegar efnahagslífið á Íslandi er að taka við sér. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við fréttastofu Reuters í dag. 16.4.2011 17:58 Framleiðir sement að nýju Níu og hálfs mánaðar framleiðslustöðvun í Sementsverksmiðjunni á Akranesi lýkur í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu verkalýðsfélags Akraness. Framleiða á 25 þúsund tonn af sementi, meðal annars fyrir Búðarhálsvirkjun. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi,“ segir á heimasíðunni. 16.4.2011 11:00 ASÍ hafnar 100 þúsund krónum til launþega „Í dag varð ljóst að ekki tækist að gera kjarasamning til langs tíma á almennum vinnumarkaði. SA buðu því ASÍ að gera kjarasamning til skemmri tíma sem fylgdi 50 þúsund króna eingreiðsla til launþega í byrjun maí með möguleika á þremur 16.700 króna greiðslum til viðbótar í lok júní, júlí og ágúst, samtals 50 þúsund kr.“ 16.4.2011 09:05 2,5 milljarðar jafnaðir út úr bæjarbókhaldi Reykjanesbær hefur greitt upp 2,5 milljarða skuldabréf sem var í gamla Sparisjóði Keflavíkur með samsvarandi inneign sem færðist yfir í Landsbankann við fall sparisjóðsins. 16.4.2011 08:00 Steingrímur til fundar við AGS Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sækir nú vorfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þar sem hann mun meðal annars, að því er fram kemur í tilkynningu, skýra frá niðurstöðu Icesave-kosningarinnar um síðustu helgi og áhrifum hennar. 16.4.2011 00:00 Landsvirkjun gæti malað gull fyrir ríkissjóð Framtíðarsýn forstjóra Landsvirkjunar til 15 ára er sú að arður og skattar af starfsemi fyrirtækisins geti orðið jafnveigamiklir og arður Noregs af olíuvinnslu. Fyrirtækið skilaði bestu rekstrarafkomu í sögu fyrirtækisins á síðasta ári. 15.4.2011 19:27 Fimm sprotafyrirtæki á leið úr landi Að minnsta kosti fimm íslensk sprotafyrirtæki eru á leið með hluta starfsemi sinnar úr landi. Gjaldeyrirshöft gera það að verkum að erlendir fjárfestar forðast að fjárfesta hér á landi. 15.4.2011 19:01 Matsfyrirtækjunum send jákvæð skilaboð Ríkissjóður býðst til að greiða niður erlendar skuldir um allt að 130 milljarða króna á næstu vikum. Það gæti sparað ríkinu vaxtakostnað eða sent matsfyrirtækjum jákvæð skilaboð að mati seðlabankastjóra. 15.4.2011 19:15 Telur orkuframleiðsluna tvöfaldast til ársins 2025 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkuframleiðslan á Íslandi muni tvöfaldast fram til ársins 2025 og nema þá 15 terawöttum. Við lok þessa tímabils muni arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar nema 4-8% af landsframleiðslu. 15.4.2011 15:39 Samþjöppun aukist á bankamarkaði Samþjöppun á bankamarkaði hefur aukist verulega frá árinu 2008 með fækkun fjármálafyrirtækja og yfirtöku stærri banka á innlánum sparisjóða. Þetta kemur fram í greinargerð Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið segir að svo mikil samþjöppun skapi hættu á samkeppnishömlum sem felist í samhæfðri hegðun keppinauta. 15.4.2011 14:39 Becromal stendur í víðtækum aðgerðum Becromal á Íslandi stendur nú í víðtækum aðgerðum til að bæta umhverfisvernd við aflþynnuverksmiðju sína í Krossanesi við Akureyri. Aðgerðaráætlun var kynnt fyrir Umhverfisstofnun sem hefur staðfest að fyrirtækið hafi bætt úr annmörkum varðandi þætti í starfsleyfi þess. 15.4.2011 12:13 Seðlabankinn vill greiða upp skuldir Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, býðst til að kaupa á nafnverði, að hluta eða í heild, þau erlendu skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012. Um er að ræða tvö skuldabréf í evrum sem upphaflega voru að fjárhæð 1.250 milljónir evra, eða um 204 milljarðar króna að nafnvirði. Seðlabankinn hefur þegar keypt hluta þessara bréfa á markaði, en enn eru um 800 milljónir evra (130 ma.kr.) útistandandi. Þessi kaup eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkisjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforðastýringu Seðlabanka Íslands. 15.4.2011 11:58 Sala á kjöti dregst töluvert saman Sala á kjöti og þar með neysla, hefur dregist töluvert saman síðastliðna 12 mánuði, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Kúabænda. 15.4.2011 11:43 Afgangur á vöruskiptum rúmlega 120 milljarðar í fyrra Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 120,2 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var 90,3 milljarða króna afgangur árið 2009 miðað við gengi hvors árs. 15.4.2011 09:03 Steingrímur staddur á vorfundi AGS Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú staddur á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington. Fundurinn hófst í gæt og stendur fram á sunnudag. 15.4.2011 08:43 Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaganna námu 147,4 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 1,2 milljarða kr. á milli mánaða. 15.4.2011 07:44 Vilja eignast Iceland Sainsbury's, þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands, hefur áhuga á að kaupa Iceland matvörukeðjuna. 15.4.2011 00:25 Orkan er olíusjóður Íslands 15.4.2011 00:01 Eyrir kaupir eigin skuldabréf fyrir rúma 3 milljarða Í dag greiðir Eyrir Invest skuldabréf í flokkinum EYRI 07 2, sem eru á gjalddaga 20. apríl 2011. Um er að ræða óskráðan flokk skuldabréfa sem gefin eru út í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Greiðslufjárhæðin er um 3.150 milljónir króna. 14.4.2011 18:24 Íslandsbanki eignast Kreditkort hf Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og Daníel Helgi Reynisson. 14.4.2011 15:22 S&P setur ÍLS á athugunarlista með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á athugunarlista með neikvæðum horfum. 14.4.2011 13:18 S&P setur Landsvirkjun á athugunarlista, horfur neikvæðar Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs. 14.4.2011 12:38 Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 14.4.2011 12:18 Reykjanesbær greiðir niður 2,5 milljarða af skuldum Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða kr. Samsvarandi innistæða bæjarsjóðs á reikningi í Landsbankanum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008. 14.4.2011 10:53 Margir telja ekkert svigrúm til launahækkana Um 30% stjórnenda telur ekkert svigrúm til launahækkana í yfirstandandi kjaraviðræðum og 24% segja svigrúm til launahækkana vera 1-3%. 14.4.2011 10:17 Grindavíkurbær skilaði tæplega 84 milljóna halla Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 83,7 milljónir kr. á síðasta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 128 milljóna kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu. 14.4.2011 09:51 Bloomberg: Forsetinn í vörn fyrir þátt sinn í útrásinni Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók til varna fyrir þátt sinn í útrásinni á sínum tíma í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í gærdag. Forsetinn segir í viðtalinu að það hafi verið skylda sín að tala upp bankageirann þar sem hann skapaði störf á þessum tíma, bæði innanlands og erlendis. 14.4.2011 09:35 Töluverður samdráttur í dagvöruverslun milli ára Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,6% á föstu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og um 4,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 1,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.4.2011 09:18 Útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,3% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í ríflega 9,3% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 143,5 milljörðum króna á verðlagi þess árs. 14.4.2011 09:11 Mikil eftirspurn eftir íslensku starfsfólki í Noregi Mikil eftirspurn er nú eftir íslensku starfsfólki í Noregi. Sem dæmi þá er fyrirtækið Medical Care AS frá Osló hingað komið í leit að 120 hjúkrunarfræðingum , 50 sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 14.4.2011 09:00 Debetkortaveltan minnkaði um 10% milli ára í mars Heildarvelta debetkorta í mars síðastliðnum var 28,1 milljarða kr. og er þetta 10% samdráttur miðað við mars í fyrra en 5,5% aukning miðað við febrúar í ár. 14.4.2011 08:17 Þorskkvótinn gæti farið í 190.000 tonn Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þorskkvótinn gæti farið í allt að 190.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Kvótinn er 160.000 tonn á yfirstandandi ári. Þetta mat byggir hann á niðurstöðum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar sem kynnt var í gærdag. 14.4.2011 07:41 Keppa um kaup á lyfjafyrirtæki Actavis er líklegur kaupandi að pólska ríkislyfjafyrirtækinu Polfa Warsawa. Þetta er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki landsins og er með höfuðstöðvar í Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir mitt ár. 14.4.2011 04:00 Leiðari Financial Times: Mistök að refsa Íslendingum 14.4.2011 00:01 Landsbankinn tryggir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar Landsbankinn mun hlaupa undir bagga með fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, bregðist Evrópski fjárfestingarbankinn. 13.4.2011 19:27 Stærsta ferðaár sögunnar? Gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu aukist um þrjátíu milljarða króna milli ára, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. 13.4.2011 18:38 Stefnir í besta ferðamannaár í sögunni Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra. 13.4.2011 17:22 Stjórn HB Granda vill 340 milljónir í arðgreiðslu Stjórn HB Granda vill að hluthafar fái arðgreiðslu upp á rétt tæpar 340 milljónir kr. fyrir síðasta ár. Þetta er töluvert hærri upphæð en greidd var í arð fyrir árið á undan. 13.4.2011 16:41 Sérstakur með rafrænt rannsóknarkerfi frá Clearwell Embætti sérstaks saksóknara hefur fest kaup á rafrænu rannsóknarkerfi frá Clearwell Systems. Fjallað er um málið á heimasíðu Clearwell. 13.4.2011 15:33 Sjá næstu 50 fréttir
Laun rúmlega 80% af heildarlaunakostnaði Árið 2008 var hlutfall launa 81,3% af heildarlaunakostnaði á móti 18,7% hlutfalli annars launakostnaðar en launa. Launagreiðendur bera ýmsan annan launakostnað en beinar launagreiðslur til starfsmanna sinna. 18.4.2011 09:02
Samkeppnishæfir í skattlagningu á olíuvinnslu Ríkissjóður Íslands fengi þrjátíu til fjörutíu prósent í skatta af olíulindum á Drekasvæðinu, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur flutt á Alþingi. Þar er lagt til að skattar af olíuvinnslu verði lækkaðir frá því sem áður var áformað svo Ísland verði samkeppnisfært við nágrannaríki eins og Færeyjar og Grænland. 18.4.2011 07:41
Ísland skrautfjöður í hatt AGS AGS telur framgang efnahagsáætlunar Íslands til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að áætlunin renni sitt skeið og ljúki á tilsettum tíma. Fjármálaráðherra segir að greiningarfyrirtækin vanmeti stöðu landsins. Í vikunni ræðst hvort matsfyrirtækin Standard & Poor‘s og Moody‘s færa lánshæfismat Íslands í ruslflokk, eins og þau höfðu boðað að þau myndu gera yrði Icesave-samkomulaginu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18.4.2011 07:00
Skattheimtu af olíuvinnslu breytt Ríkissjóður Íslands fengi þrjátíu til fjörutíu prósent í skatta af olíulindum á Drekasvæðinu, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur flutt á Alþingi. Þar er lagt til að skattar af olíuvinnslu verði lækkaðir frá því sem áður var áformað svo Ísland verði samkeppnisfært við nágrannaríki eins og Færeyjar og Grænland. 17.4.2011 18:47
86 kaupsamningum þinglýst Áttatíu og sex kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta er mikil aukning frá sama tíma í fyrra en þá var fjörtutíu og fjórum samningum þinglýst. Heildarveltan nam rúmum þremur og hálfum milljarði króna og jókst um tvo og hálfan milljarð milli ára. 17.4.2011 10:43
110 prósent leiðin verðlaunar vanskil Hundrað og tíu prósenta leið Íbúðalánasjóðs verðlaunar vanskil og nýtist best þeim sem neituðu að borga af lánum sínum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar sem kallar eftir því að rannsókn á Íbúðalánsjóði verði lokið sem fyrst. 16.4.2011 19:12
Steingrímur segir lækkun lánshæfismats óréttlætanlega Ekki er hægt að réttlæta lækkun lánshæfismats nú þegar efnahagslífið á Íslandi er að taka við sér. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við fréttastofu Reuters í dag. 16.4.2011 17:58
Framleiðir sement að nýju Níu og hálfs mánaðar framleiðslustöðvun í Sementsverksmiðjunni á Akranesi lýkur í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu verkalýðsfélags Akraness. Framleiða á 25 þúsund tonn af sementi, meðal annars fyrir Búðarhálsvirkjun. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi,“ segir á heimasíðunni. 16.4.2011 11:00
ASÍ hafnar 100 þúsund krónum til launþega „Í dag varð ljóst að ekki tækist að gera kjarasamning til langs tíma á almennum vinnumarkaði. SA buðu því ASÍ að gera kjarasamning til skemmri tíma sem fylgdi 50 þúsund króna eingreiðsla til launþega í byrjun maí með möguleika á þremur 16.700 króna greiðslum til viðbótar í lok júní, júlí og ágúst, samtals 50 þúsund kr.“ 16.4.2011 09:05
2,5 milljarðar jafnaðir út úr bæjarbókhaldi Reykjanesbær hefur greitt upp 2,5 milljarða skuldabréf sem var í gamla Sparisjóði Keflavíkur með samsvarandi inneign sem færðist yfir í Landsbankann við fall sparisjóðsins. 16.4.2011 08:00
Steingrímur til fundar við AGS Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sækir nú vorfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þar sem hann mun meðal annars, að því er fram kemur í tilkynningu, skýra frá niðurstöðu Icesave-kosningarinnar um síðustu helgi og áhrifum hennar. 16.4.2011 00:00
Landsvirkjun gæti malað gull fyrir ríkissjóð Framtíðarsýn forstjóra Landsvirkjunar til 15 ára er sú að arður og skattar af starfsemi fyrirtækisins geti orðið jafnveigamiklir og arður Noregs af olíuvinnslu. Fyrirtækið skilaði bestu rekstrarafkomu í sögu fyrirtækisins á síðasta ári. 15.4.2011 19:27
Fimm sprotafyrirtæki á leið úr landi Að minnsta kosti fimm íslensk sprotafyrirtæki eru á leið með hluta starfsemi sinnar úr landi. Gjaldeyrirshöft gera það að verkum að erlendir fjárfestar forðast að fjárfesta hér á landi. 15.4.2011 19:01
Matsfyrirtækjunum send jákvæð skilaboð Ríkissjóður býðst til að greiða niður erlendar skuldir um allt að 130 milljarða króna á næstu vikum. Það gæti sparað ríkinu vaxtakostnað eða sent matsfyrirtækjum jákvæð skilaboð að mati seðlabankastjóra. 15.4.2011 19:15
Telur orkuframleiðsluna tvöfaldast til ársins 2025 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkuframleiðslan á Íslandi muni tvöfaldast fram til ársins 2025 og nema þá 15 terawöttum. Við lok þessa tímabils muni arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar nema 4-8% af landsframleiðslu. 15.4.2011 15:39
Samþjöppun aukist á bankamarkaði Samþjöppun á bankamarkaði hefur aukist verulega frá árinu 2008 með fækkun fjármálafyrirtækja og yfirtöku stærri banka á innlánum sparisjóða. Þetta kemur fram í greinargerð Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið segir að svo mikil samþjöppun skapi hættu á samkeppnishömlum sem felist í samhæfðri hegðun keppinauta. 15.4.2011 14:39
Becromal stendur í víðtækum aðgerðum Becromal á Íslandi stendur nú í víðtækum aðgerðum til að bæta umhverfisvernd við aflþynnuverksmiðju sína í Krossanesi við Akureyri. Aðgerðaráætlun var kynnt fyrir Umhverfisstofnun sem hefur staðfest að fyrirtækið hafi bætt úr annmörkum varðandi þætti í starfsleyfi þess. 15.4.2011 12:13
Seðlabankinn vill greiða upp skuldir Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, býðst til að kaupa á nafnverði, að hluta eða í heild, þau erlendu skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012. Um er að ræða tvö skuldabréf í evrum sem upphaflega voru að fjárhæð 1.250 milljónir evra, eða um 204 milljarðar króna að nafnvirði. Seðlabankinn hefur þegar keypt hluta þessara bréfa á markaði, en enn eru um 800 milljónir evra (130 ma.kr.) útistandandi. Þessi kaup eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkisjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforðastýringu Seðlabanka Íslands. 15.4.2011 11:58
Sala á kjöti dregst töluvert saman Sala á kjöti og þar með neysla, hefur dregist töluvert saman síðastliðna 12 mánuði, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Kúabænda. 15.4.2011 11:43
Afgangur á vöruskiptum rúmlega 120 milljarðar í fyrra Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 120,2 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var 90,3 milljarða króna afgangur árið 2009 miðað við gengi hvors árs. 15.4.2011 09:03
Steingrímur staddur á vorfundi AGS Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú staddur á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington. Fundurinn hófst í gæt og stendur fram á sunnudag. 15.4.2011 08:43
Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaganna námu 147,4 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 1,2 milljarða kr. á milli mánaða. 15.4.2011 07:44
Vilja eignast Iceland Sainsbury's, þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands, hefur áhuga á að kaupa Iceland matvörukeðjuna. 15.4.2011 00:25
Eyrir kaupir eigin skuldabréf fyrir rúma 3 milljarða Í dag greiðir Eyrir Invest skuldabréf í flokkinum EYRI 07 2, sem eru á gjalddaga 20. apríl 2011. Um er að ræða óskráðan flokk skuldabréfa sem gefin eru út í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Greiðslufjárhæðin er um 3.150 milljónir króna. 14.4.2011 18:24
Íslandsbanki eignast Kreditkort hf Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og Daníel Helgi Reynisson. 14.4.2011 15:22
S&P setur ÍLS á athugunarlista með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á athugunarlista með neikvæðum horfum. 14.4.2011 13:18
S&P setur Landsvirkjun á athugunarlista, horfur neikvæðar Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs. 14.4.2011 12:38
Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 14.4.2011 12:18
Reykjanesbær greiðir niður 2,5 milljarða af skuldum Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða kr. Samsvarandi innistæða bæjarsjóðs á reikningi í Landsbankanum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008. 14.4.2011 10:53
Margir telja ekkert svigrúm til launahækkana Um 30% stjórnenda telur ekkert svigrúm til launahækkana í yfirstandandi kjaraviðræðum og 24% segja svigrúm til launahækkana vera 1-3%. 14.4.2011 10:17
Grindavíkurbær skilaði tæplega 84 milljóna halla Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 83,7 milljónir kr. á síðasta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 128 milljóna kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu. 14.4.2011 09:51
Bloomberg: Forsetinn í vörn fyrir þátt sinn í útrásinni Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók til varna fyrir þátt sinn í útrásinni á sínum tíma í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í gærdag. Forsetinn segir í viðtalinu að það hafi verið skylda sín að tala upp bankageirann þar sem hann skapaði störf á þessum tíma, bæði innanlands og erlendis. 14.4.2011 09:35
Töluverður samdráttur í dagvöruverslun milli ára Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,6% á föstu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og um 4,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 1,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.4.2011 09:18
Útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,3% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í ríflega 9,3% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 143,5 milljörðum króna á verðlagi þess árs. 14.4.2011 09:11
Mikil eftirspurn eftir íslensku starfsfólki í Noregi Mikil eftirspurn er nú eftir íslensku starfsfólki í Noregi. Sem dæmi þá er fyrirtækið Medical Care AS frá Osló hingað komið í leit að 120 hjúkrunarfræðingum , 50 sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 14.4.2011 09:00
Debetkortaveltan minnkaði um 10% milli ára í mars Heildarvelta debetkorta í mars síðastliðnum var 28,1 milljarða kr. og er þetta 10% samdráttur miðað við mars í fyrra en 5,5% aukning miðað við febrúar í ár. 14.4.2011 08:17
Þorskkvótinn gæti farið í 190.000 tonn Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þorskkvótinn gæti farið í allt að 190.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Kvótinn er 160.000 tonn á yfirstandandi ári. Þetta mat byggir hann á niðurstöðum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar sem kynnt var í gærdag. 14.4.2011 07:41
Keppa um kaup á lyfjafyrirtæki Actavis er líklegur kaupandi að pólska ríkislyfjafyrirtækinu Polfa Warsawa. Þetta er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki landsins og er með höfuðstöðvar í Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir mitt ár. 14.4.2011 04:00
Landsbankinn tryggir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar Landsbankinn mun hlaupa undir bagga með fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, bregðist Evrópski fjárfestingarbankinn. 13.4.2011 19:27
Stærsta ferðaár sögunnar? Gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu aukist um þrjátíu milljarða króna milli ára, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. 13.4.2011 18:38
Stefnir í besta ferðamannaár í sögunni Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra. 13.4.2011 17:22
Stjórn HB Granda vill 340 milljónir í arðgreiðslu Stjórn HB Granda vill að hluthafar fái arðgreiðslu upp á rétt tæpar 340 milljónir kr. fyrir síðasta ár. Þetta er töluvert hærri upphæð en greidd var í arð fyrir árið á undan. 13.4.2011 16:41
Sérstakur með rafrænt rannsóknarkerfi frá Clearwell Embætti sérstaks saksóknara hefur fest kaup á rafrænu rannsóknarkerfi frá Clearwell Systems. Fjallað er um málið á heimasíðu Clearwell. 13.4.2011 15:33