Viðskipti innlent

Keppa um kaup á lyfjafyrirtæki

Actavis hefur ekki staðið í fyrirtækjakaupum um nokkurra ára skeið. Fréttablaðið/arnþór
Actavis hefur ekki staðið í fyrirtækjakaupum um nokkurra ára skeið. Fréttablaðið/arnþór
Actavis er líklegur kaupandi að pólska ríkislyfjafyrirtækinu Polfa Warsawa. Þetta er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki landsins og er með höfuðstöðvar í Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir mitt ár.

Fjögur önnur fyrirtæki gerðu tilboð. Þau eru Gloria Harbin í Kína, Arterium frá Úkraínu og pólsku lyfjafyrirtækin Hersteller Adamed og Polpharma. Þýski netmiðillinn Apotheke Adhoc segir Actavis og Hersteller Adamed líklegust til að hreppa hnossið. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×