Viðskipti innlent

Reykjanesbær greiðir niður 2,5 milljarða af skuldum

Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða kr. Samsvarandi innistæða bæjarsjóðs á reikningi í Landsbankanum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að í ársreikningi fyrir árið 2009 eru tilgreindar 14,1 milljarður í skuldir og skuldbindingar A-Hluta að undanskyldum leiguskuldbindingum. Þessi skuldalækkun nemur 17,7% af þeirri upphæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×