Viðskipti innlent

Fimm sprotafyrirtæki á leið úr landi

Að minnsta kosti fimm íslensk sprotafyrirtæki eru á leið með hluta starfsemi sinnar úr landi. Gjaldeyrirshöft gera það að verkum að erlendir fjárfestar forðast að fjárfesta hér á landi.

Fyrirtæki eins og Meniga, Clara, Gogocig, Mobilitus og Datamarket hafa undanfarin ár skipað sér í farabrodd íslenskra sprotafyrirtækja sem miklar vonir hafa verið bundnar við frá hruni. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað hjá þessum fyrirtækjum undanfarin ár og nú er svo komið að fyrirtækin eru tilbúin með vöru sem þarf að selja. Og þá er litið til útlanda. Öll þessi fyrirtæki undirbúa eða eru með til skoðunar, samkvæmt heimildum fréttastofu að flytja hluta starfseminnar úr landi.

„Við höfum verið að tala við töluvert af erlendum fjárfestum og mögulegum viðskiptavinum. Við sjáum það að upp á viðskiptavinina þurfum við að koma okkur upp skrifstofu erlendis þar sem viðskiptahluti fyrirtækisins verður rekinn, markaðsetning, sölustarf og annað slíkt," segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket.

Gjaldeyrishöftin eru líka að flækjast fyrir. „Það hjálpar kannski ekki til vera með gjaldeyrishöft og sú ímynd sem hefur verið dregin upp af Íslandi í alþjóðlegum fjölmiðlum laðar kannski ekki að erlenda fjárfestingu," segir Gísli.

Í stað þess að reyna að sannfæra fjárfesta um að leggja peninga fyrirtæki hér á landi er einfaldara að flytja þau einfaldlega út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×