Viðskipti innlent

Landsbankinn tryggir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar

Magnús Þ. Helgason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri markaða- og fjárstýringar Landsbankans, Kristján Gunnarsson, deildarstjóri fjármáladeildar Landsvirkjunar, Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, Davíð Ólafur Ingimarsson, yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun. Sitjandi eru Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Magnús Þ. Helgason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri markaða- og fjárstýringar Landsbankans, Kristján Gunnarsson, deildarstjóri fjármáladeildar Landsvirkjunar, Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, Davíð Ólafur Ingimarsson, yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun. Sitjandi eru Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsbankinn mun hlaupa undir bagga með fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, bregðist Evrópski fjárfestingarbankinn.

Þetta tilkynntu Landsvirkjun og Landsbankinn nú síðdegis en bankinn er tilbúinn með ellefu milljarða króna lán í Búðarháls ef fyrirvari í lánasamningi við Evrópska fjárfestingarbankann tekur gildi.

Lánið frá Landsbankanum ber þó hærri vexti.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í tilkynningu að útgáfan sé mjög jákvæð fyrir fyrirtækið. „Það er mikilvægt fyrir Landsvirkjun að hafa aðgang að fjölbreyttum fjármögnunarkostum.  Afar ánægjulegt er að Landsbankinn og Landsvirkjun hafi getað sameinað krafta sína til að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis sem Búðarhálsvirkjun er," segir hann.

Og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir mikilvægt að nýta styrk bankans til að byggja upp íslenskt efnahagslíf. „Fjárhagslegur styrkur Landsbankans og langtíma fjármögnun í erlendum myntum gerir bankanum kleift að styðja með myndarlegum hætti við Landsvirkjun og taka þátt í stórum framkvæmdum á borð við Búðarhálsvirkjun. Forsvarsmenn Landsbankans hafa lýst þeim vilja sínum að vera hreyfiafl og nýta styrk bankans til að hraða uppbyggingu íslensks efnahagslífs og þetta verkefni fellur mjög vel að þeirri stefnumörkun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×