Viðskipti innlent

Sérstakur með rafrænt rannsóknarkerfi frá Clearwell

Embætti sérstaks saksóknara hefur fest kaup á rafrænu rannsóknarkerfi frá Clearwell Systems. Fjallað er um málið á heimasíðu Clearwell.

Kerfið sem hér um ræðir heitir Clearwell E-Discovery Platform og er ætlað til rafrænna greininga og rannsókna í tölvum/tölvukerfum þeirra sem rannsóknir beinast að.

Á heimasíðunni er rætt við Eirík Rafnsson hjá sérstökum saksóknara sem segir að embættið hafi valið þetta kerfi þar sem það þjóni best þörfum embættisins á þessum vettvangi. Clearwell E-Discovery Platform geti meðhöndlað allar skrár og komi því í veg fyrir að nota þurfi mörg ólík forrit til slíkrar vinnu.

Eiríkur segir að Clearwell E-Discovery Platform spari verulega í mannahaldi sérstaks saksóknara því með því fái starfsmenn embættisins greiðan aðgang að milljónum skjala sem skoða þarf í þágu rannsókna á einstökum málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×