Landsvirkjun gæti malað gull fyrir ríkissjóð 15. apríl 2011 19:27 Framtíðarsýn forstjóra Landsvirkjunar til 15 ára er sú að arður og skattar af starfsemi fyrirtækisins geti orðið jafnveigamiklir og arður Noregs af olíuvinnslu. Fyrirtækið skilaði bestu rekstrarafkomu í sögu fyrirtækisins á síðasta ári. Landsvirkjun hélt ársfund á Grand hótel í dag. Þar var afkoma fyrirtækisins meðal annars kynnt, en rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam meira en 22 milljörðum króna árið 2010 og óx um sjötíu prósent milli ára. Heildarafkoma fyrirtækisins var reyndar lakari en árið áður, en það verður einkum rekið til verðbreytinga á innbyggðum afleiðum fyrirtækisins, sem ekki koma rekstrinum beinlínis við. „Afkoman er bara mjög vel viðunandi. Þetta er besta afkoma sem fyrirtækið hefur náð. Fjármálamyndun er sterk og það skiptir mjög miklu máli að vera með sterkt lausafé. Það hefur tekist vel og verið að tryggja okkur aðgang að frekari lausafé þannig að við getum nú haldið þeim framkvæmdum áfram sem við stefndum að," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Á fundinum ræddi forstjóri fyrirtækisins jafnframt um framtíðarsýn Landsvirkjunar á Ísland árið 2025, sem byggir á greiningarvinnu fyrirtækisins. Hann sér fyrir sér að raforkuvinnsla geti tvöfaldast á næstu 15 árum á sjálfbæran hátt, raforkuverð til iðnaðar muni hækka og arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar gætu numið fjórum til 8 prósentum landsframleiðslu. Þannig verði fyrirtækið jafnveigamikið í hlutfalli við landsframleiðslu og norski olíusjóðurinn. Tækifærin séu til staðar, en þau hvíli á þremur meginforsendum. „Í fyrsta lagi að það séu viðskiptavinir sem vilji koma til okkar. Við finnum fyrir sterkum vilja frá ýmsum til að koma til okkar. Í öðru lagi að það verði sátt um það að Landsvirkjun fái að vaxa og fara í fleiri virkjanakosti," segir Hörður. „Í þriðja lagi er aðgangur að fjármagni." Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Framtíðarsýn forstjóra Landsvirkjunar til 15 ára er sú að arður og skattar af starfsemi fyrirtækisins geti orðið jafnveigamiklir og arður Noregs af olíuvinnslu. Fyrirtækið skilaði bestu rekstrarafkomu í sögu fyrirtækisins á síðasta ári. Landsvirkjun hélt ársfund á Grand hótel í dag. Þar var afkoma fyrirtækisins meðal annars kynnt, en rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam meira en 22 milljörðum króna árið 2010 og óx um sjötíu prósent milli ára. Heildarafkoma fyrirtækisins var reyndar lakari en árið áður, en það verður einkum rekið til verðbreytinga á innbyggðum afleiðum fyrirtækisins, sem ekki koma rekstrinum beinlínis við. „Afkoman er bara mjög vel viðunandi. Þetta er besta afkoma sem fyrirtækið hefur náð. Fjármálamyndun er sterk og það skiptir mjög miklu máli að vera með sterkt lausafé. Það hefur tekist vel og verið að tryggja okkur aðgang að frekari lausafé þannig að við getum nú haldið þeim framkvæmdum áfram sem við stefndum að," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Á fundinum ræddi forstjóri fyrirtækisins jafnframt um framtíðarsýn Landsvirkjunar á Ísland árið 2025, sem byggir á greiningarvinnu fyrirtækisins. Hann sér fyrir sér að raforkuvinnsla geti tvöfaldast á næstu 15 árum á sjálfbæran hátt, raforkuverð til iðnaðar muni hækka og arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar gætu numið fjórum til 8 prósentum landsframleiðslu. Þannig verði fyrirtækið jafnveigamikið í hlutfalli við landsframleiðslu og norski olíusjóðurinn. Tækifærin séu til staðar, en þau hvíli á þremur meginforsendum. „Í fyrsta lagi að það séu viðskiptavinir sem vilji koma til okkar. Við finnum fyrir sterkum vilja frá ýmsum til að koma til okkar. Í öðru lagi að það verði sátt um það að Landsvirkjun fái að vaxa og fara í fleiri virkjanakosti," segir Hörður. „Í þriðja lagi er aðgangur að fjármagni."
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira