Viðskipti innlent

Debetkortaveltan minnkaði um 10% milli ára í mars

Heildarvelta debetkorta í mars síðastliðnum var 28,1 milljarða kr. og er þetta 10% samdráttur miðað við mars í fyrra en 5,5% aukning miðað við febrúar í ár.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að heildarvelta kreditkorta í mars var 27 milljarðar kr. og er þetta 22,6% aukning miðað við mars í fyrra og 5,1% aukning miðað við febrúar í ár.

Mánaðarlegur uppgjörstími kreditkorta var lengdur um fjóra daga til 21. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×