S&P setur Landsvirkjun á athugunarlista, horfur neikvæðar 14. apríl 2011 12:38 Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hangir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar nokkuð á þessari þróun þar sem í lánasamningnum sem Landsvirkjun gerði við Evrópska fjárfestingarbankann í marsmánuði er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn. Þó hefur þróunin ekki áhrif á næstu skref í byggingu virkjunarinnar þar sem fyrirtækið tilkynnti í gær um lánasamning við Landsbankann sem nemur 100 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 11,3 milljörðum kr. Ljóst er að matsfyrirtækin þrjú, S&P, Moody´s og Fitch Ratings, eru öll á sama máli um að lausn á Icesave-málinu sé mikilvægur þáttur í því að lánshæfismat ríkissjóðs batni. Þegar er ríkissjóður kominn með eina einkunn í spákaupmennskuflokki frá matsfyrirtækinu Fitch, og miðað við framvindu mála undanfarið er ekki hægt að útiloka að annað hinna matsfyrirtækjanna tveggja komi til með að lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Er það alvarlegra mál ef raunin verður svo heldur en þegar Fitch lækkaði sína einkunn, enda leggja bæði Moody´s og S&P mat á lánshæfi Landsvirkjunar. Hvort S&P muni lækka lánshæfieinkunn ríkissjóð kemur væntanlega í ljós á næstu vikum. Sögulega séð er þó líklegra en ekki að fyrirtækið muni ráðast í lækkun og má hér benda á að undanfarin 20 ár hefur raunin orðið svo í 70% tilvika hjá fyrirtækinu þegar það hefur sett lánshæfiseinkunnir ríkja á athugunarlista með neikvæðum vísbendingum. Þetta hefur yfirleitt gerst innan 6 vikna hjá fyrirtækinu. Ef litið er á þessa þróun hvað Ísland varðar þá hefur S&P sett ríkissjóð þrisvar sinnum áður á þennan athugunarlista og í öllum tilvikum hefur lækkun átt sér stað. Fyrst setti fyrirtækið ríkissjóð á athugunarlista þann 1. apríl árið 2008 og var þá einkunn ríkissjóðs fyrir erlendar langtímaskuldbindingar hjá fyrirtækinu A+. Rétt rúmum tveimur vikum síðar lækkaði það einkunnir ríkissjóðs um eitt þrep. Þann 29. september sama ár setti það lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs aftur á athugunarlista sem var jafnframt sama dag og það lækkaði einkunnir ríkissjóðs um eitt þrep. Nokkrum dögum síðar lækkaði það einkunnir ríkissjóðs um tvö þrep. Þriðja skiptið sem það setti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á athugunarlista var þann 5. janúar í fyrra í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að þessu sinni stöldruðu einkunnirnar lengur við á athugunarlista en áður. Niðurstaðan var svo sú að einkunnin fyrir erlendar skuldbindingar var ekki lækkuð að sinni, heldur lækkaði fyrirtækið lánshæfiseinkunnir fyrir innlendar skuldbindingar. Tengdar fréttir S&P setur Ísland á athugunarlista, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum. Núverandi lánshæfismat Íslands hjá S&P er BBB- eða einu haki frá svokölluðum ruslflokki. 13. apríl 2011 13:39 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hangir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar nokkuð á þessari þróun þar sem í lánasamningnum sem Landsvirkjun gerði við Evrópska fjárfestingarbankann í marsmánuði er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn. Þó hefur þróunin ekki áhrif á næstu skref í byggingu virkjunarinnar þar sem fyrirtækið tilkynnti í gær um lánasamning við Landsbankann sem nemur 100 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 11,3 milljörðum kr. Ljóst er að matsfyrirtækin þrjú, S&P, Moody´s og Fitch Ratings, eru öll á sama máli um að lausn á Icesave-málinu sé mikilvægur þáttur í því að lánshæfismat ríkissjóðs batni. Þegar er ríkissjóður kominn með eina einkunn í spákaupmennskuflokki frá matsfyrirtækinu Fitch, og miðað við framvindu mála undanfarið er ekki hægt að útiloka að annað hinna matsfyrirtækjanna tveggja komi til með að lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Er það alvarlegra mál ef raunin verður svo heldur en þegar Fitch lækkaði sína einkunn, enda leggja bæði Moody´s og S&P mat á lánshæfi Landsvirkjunar. Hvort S&P muni lækka lánshæfieinkunn ríkissjóð kemur væntanlega í ljós á næstu vikum. Sögulega séð er þó líklegra en ekki að fyrirtækið muni ráðast í lækkun og má hér benda á að undanfarin 20 ár hefur raunin orðið svo í 70% tilvika hjá fyrirtækinu þegar það hefur sett lánshæfiseinkunnir ríkja á athugunarlista með neikvæðum vísbendingum. Þetta hefur yfirleitt gerst innan 6 vikna hjá fyrirtækinu. Ef litið er á þessa þróun hvað Ísland varðar þá hefur S&P sett ríkissjóð þrisvar sinnum áður á þennan athugunarlista og í öllum tilvikum hefur lækkun átt sér stað. Fyrst setti fyrirtækið ríkissjóð á athugunarlista þann 1. apríl árið 2008 og var þá einkunn ríkissjóðs fyrir erlendar langtímaskuldbindingar hjá fyrirtækinu A+. Rétt rúmum tveimur vikum síðar lækkaði það einkunnir ríkissjóðs um eitt þrep. Þann 29. september sama ár setti það lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs aftur á athugunarlista sem var jafnframt sama dag og það lækkaði einkunnir ríkissjóðs um eitt þrep. Nokkrum dögum síðar lækkaði það einkunnir ríkissjóðs um tvö þrep. Þriðja skiptið sem það setti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á athugunarlista var þann 5. janúar í fyrra í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að þessu sinni stöldruðu einkunnirnar lengur við á athugunarlista en áður. Niðurstaðan var svo sú að einkunnin fyrir erlendar skuldbindingar var ekki lækkuð að sinni, heldur lækkaði fyrirtækið lánshæfiseinkunnir fyrir innlendar skuldbindingar.
Tengdar fréttir S&P setur Ísland á athugunarlista, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum. Núverandi lánshæfismat Íslands hjá S&P er BBB- eða einu haki frá svokölluðum ruslflokki. 13. apríl 2011 13:39 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
S&P setur Ísland á athugunarlista, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum. Núverandi lánshæfismat Íslands hjá S&P er BBB- eða einu haki frá svokölluðum ruslflokki. 13. apríl 2011 13:39