Viðskipti innlent

2,5 milljarðar jafnaðir út úr bæjarbókhaldi

Mynd/GVA
Reykjanesbær hefur greitt upp 2,5 milljarða skuldabréf sem var í gamla Sparisjóði Keflavíkur með samsvarandi inneign sem færðist yfir í Landsbankann við fall sparisjóðsins.

 

Formaður bæjarráðs, Böðvar Jónsson, segir bæinn hafa gefið skuldabréfið út 2008 til að styrkja eiginfjárstöðu SPKehf. Féð sem fengist hafi fyrir skuldabréfið sé nú frjálst til ráðstöfunar. Í raun er um að ræða að í stað 2,5 milljarða skuldar í bókhaldinu á móti 2,5 milljarða eign hverfur þessi póstur úr reikningum bæjarins. Böðvar segir skuldir bæjarsjóðs um 30 milljarða. Árlegar tekjur bæjarins eru 8 milljarðar. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×