Viðskipti innlent

Grindavíkurbær skilaði tæplega 84 milljóna halla

Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar  samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 83,7 milljónir kr. á síðasta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 128 milljóna kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.684,2 milljónum kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 1.594 milljónum kr.

Rekstrartekjur A hluta námu 1.418,7 milljónum kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 1.373,7 milljónum kr.

Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 112,4 milljónir kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 96,5 milljónir kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 5.739,2 milljónum kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Íbúafjöldi Grindavíkurbæjar 31. desember 2010 var 2.821 og fækkaði um 16 frá fyrra ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×