Viðskipti innlent

Bloomberg: Forsetinn í vörn fyrir þátt sinn í útrásinni

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók til varna fyrir þátt sinn í útrásinni á sínum tíma í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í gærdag. Forsetinn segir í viðtalinu að það hafi verið skylda sín að tala upp bankageirann þar sem hann skapaði störf á þessum tíma, bæði innanlands og erlendis.

„Það er ætíð hlutverk forsetans að styðja við bakið á efnahagslífi landsins og þessir þrír bankar voru stærstu fyrirtækin,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en viðtalið við hann var tekið í Kaupmannahöfn skömmu áður en forsetinn hélt ræðu hjá Institute for Corporate Governance um þann lærdóm sem hægt er að draga af kreppunni.

„Bankarnir sköpuðu starfstækifæri fyrir þúsundir af ungum Íslendingum, bæði á Íslandi og erlendis,“ segir forsetinn og bætir því við að það hefði þótt undarlegt á sínum tíma ef að hann hefði ekki tekið þátt í mæra stærstu fyrirtæki landsins.

Þá segir forsetinn að hann hafi byggt stuðning sinn í þágu bankanna áð hluta til á grundvelli Fjármálaeftirlitsins og áliti þess. Síðar hafi komið í ljós að eftirlitið brást í störfum sínum. „Þótt að ýmis viðvörunarljós hafi blikkað héldu eftirlitsaðilar og matsfyrirtæki áfram að gefa mjög góðar umsagnir um bankana,“ segir forsetinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×