Ísland skrautfjöður í hatt AGS 18. apríl 2011 07:00 Steingrímur J. Sigfússon í sjónvarpsviðtali hjá fréttastofu Reuters í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum í hádeginu á laugardag. Fréttablaðið/ÓKÁ Í vikunni ræðst hvort matsfyrirtækin Standard & Poor's og Moody's færa lánshæfismat Íslands í ruslflokk, eins og þau höfðu boðað að þau myndu gera yrði Icesave-samkomulaginu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenskir ráðamenn funduðu með sérfræðingum S&P síðasta föstudag og Moody's í gær í Washington-borg í Bandaríkjunum. Í íslenska hópnum, sem staddur var úti í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans, voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, auk fylgdarliðs. Í samtölum við matsfyrirtækin leggja ráðamenn áherslu á að þau bíði með að breyta lánshæfismatinu þar til í ljós komi hvort „nei" í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi yfirhöfuð áhrif. Ella kunni ákvörðun þeirra að verða „sjálfsuppfyllandi spádómur". Að mati Steingríms J. Sigfússonar eru engar „efnislegar ástæður" til að breyta matinu að þessu sinni. „Reyndar tel ég að lánshæfismatið á Íslandi sé of lágt og færa megi sterk rök fyrir því að við séum vanmetin nú, eins og við vorum augljóslega ofmetin á sínum tíma," segir hann og telur það snúna útkomu fyrir landið. Undirliggjandi styrkur íslensks efnahagslífs og samfélags geri hins vegar batahorfur góðar. „Menn geta kannski sagt að einhverjar skammtímaástæður tengist ákveðinni óvissu um Ísland. En þá væru hrein skammtímasjónarmið lögð til grundvallar því að lækka lánshæfi landsins því horfur til lengri tíma eru tvímælalaust betri á Íslandi en í löndum sem metin eru miklu hærra." Fimmta endurskoðun í maíUm leið segist Steingrímur hafa vonast til að fréttir af framgangi kjaraviðræðna yrðu betri því þróun á vinnumarkaði skipti líka máli þegar lánshæfi landsins sé metið. „Það hefði styrkt stöðu okkar í glímunni við matsfyrirtækin ef við hefðum getað sagt þeim að kominn væri á friður á vinnumarkaði. En því getum við því miður ekki lofað enn." Þá segir Steingrímur því ekki að neita að mikið hafi verið spurt út í þjóðaratkvæðagreiðsluna ytra. Hann kveðst hins vegar reyna að halda því fram að um undantekningar hafi verið að ræða í stjórnmálasögu landsins vegna sérstöðu Icesave-deilunnar. „En því er auðvitað ekki að leyna að þessar spurningar fáum við. Menn horfa á þetta gerast og spyrja hvort umheimurinn þurfi að búa sig undir að það gerist aftur og aftur á Íslandi að samningar við önnur ríki eða erfið mál stjórnvalda stöðvist vegna þjóðaratkvæðagreiðslu." Steingrímur segir hins vegar ekki líta út fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi áhrif á framgang efnahagsáætlunar Íslands hjá AGS. Á vorfundinum sem lauk í gær funduðu ráðamenn ríkja sem að AGS standa, auk þess sem kynntar voru skýrslur um efnahagshorfur í heiminum og áætlanir um efnahagsaðgerðir. „Almennt er viðhorfið hér að vel hafi gengið á Íslandi og að starfsfólk sjóðsins sem hafði Ísland á sinni könnu hafi hækkað í tign vegna þess hve áætlunin hafi verið farsæl," segir Steingrímur. Viðtökur hafi verið allt aðrar á fundinunum nú en þegar fyrri samningnum var hafnað fyrir ári. „Menn þekkja málið miklu betur og við komum upplýsingum strax á framfæri um að bú Landsbankans stæði vel og væri við það að fara að borga út. Það breytir verulega tóninum í allri umfjöllun um málið." Áætluninni lýkur í sumarlokSteingrímur segir útlit fyrir að þrotabú bankans greiði út fyrir áramót þriðjung hið minnsta af forgangskröfum. „Við höfum bent á að endurheimtuhorfurnar séu um níutíu prósent og miklu meiri líkur á að þær hækki fremur en lækki." Steingrímur segist hafa fengið sérlega jákvæð viðbrögð við stöðu mála hjá Norðmönnum og Svíum. Þá séu engin merki um að Hollendingar eða Bretar hyggist bregða fæti fyrir framgang efnahagsáætlunar landsins. „Við leggjum áherslu á að sem minnstar tafir verði á fimmtu endurskoðun áætlunarinnar og teljum fjármögnun vera trygga, þótt Svíar eigi að vísu eftir að taka málið fyrir þingið." Endurskoðunin fari fram að einhverjum vikum liðnum. Þá segir Steingrímur unnið samkvæmt þeirri áætlun að efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum renni sitt skeið í lok sumars. „Við og þau erum sammála um að þannig viljum við hafa það. AGS er mjög áhugasamt um að þetta haldi áfram að vera vel heppnuð áætlun sem gangi samkvæmt áætlun og þar sem markmiðunum er náð. Og ég held að það sé ekkert launungarmál að þeir sjá það þá sem skrautfjöður í hattinn." Steingrímur segir AGS í vandræðum með áætlanir margra annarra landa og vilja því gjarnan geta bent á Ísland sem dæmi um vel heppnaða áætlun sem gengið hafi vel með góðri samvinnu stjórnvalda og sjóðsins, þar sem áætlunin hafi verið löguð að þörfum landsins. „Þetta er hluti af nýrri ímynd sjóðsins og veruleika. Hann hefur verið sveigjanlegur og fallist á okkar rök og áætlunin aftur og aftur verið aðlöguð og henni breytt eftir aðstæðum." olikr@frettabladid.is Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Í vikunni ræðst hvort matsfyrirtækin Standard & Poor's og Moody's færa lánshæfismat Íslands í ruslflokk, eins og þau höfðu boðað að þau myndu gera yrði Icesave-samkomulaginu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenskir ráðamenn funduðu með sérfræðingum S&P síðasta föstudag og Moody's í gær í Washington-borg í Bandaríkjunum. Í íslenska hópnum, sem staddur var úti í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans, voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, auk fylgdarliðs. Í samtölum við matsfyrirtækin leggja ráðamenn áherslu á að þau bíði með að breyta lánshæfismatinu þar til í ljós komi hvort „nei" í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi yfirhöfuð áhrif. Ella kunni ákvörðun þeirra að verða „sjálfsuppfyllandi spádómur". Að mati Steingríms J. Sigfússonar eru engar „efnislegar ástæður" til að breyta matinu að þessu sinni. „Reyndar tel ég að lánshæfismatið á Íslandi sé of lágt og færa megi sterk rök fyrir því að við séum vanmetin nú, eins og við vorum augljóslega ofmetin á sínum tíma," segir hann og telur það snúna útkomu fyrir landið. Undirliggjandi styrkur íslensks efnahagslífs og samfélags geri hins vegar batahorfur góðar. „Menn geta kannski sagt að einhverjar skammtímaástæður tengist ákveðinni óvissu um Ísland. En þá væru hrein skammtímasjónarmið lögð til grundvallar því að lækka lánshæfi landsins því horfur til lengri tíma eru tvímælalaust betri á Íslandi en í löndum sem metin eru miklu hærra." Fimmta endurskoðun í maíUm leið segist Steingrímur hafa vonast til að fréttir af framgangi kjaraviðræðna yrðu betri því þróun á vinnumarkaði skipti líka máli þegar lánshæfi landsins sé metið. „Það hefði styrkt stöðu okkar í glímunni við matsfyrirtækin ef við hefðum getað sagt þeim að kominn væri á friður á vinnumarkaði. En því getum við því miður ekki lofað enn." Þá segir Steingrímur því ekki að neita að mikið hafi verið spurt út í þjóðaratkvæðagreiðsluna ytra. Hann kveðst hins vegar reyna að halda því fram að um undantekningar hafi verið að ræða í stjórnmálasögu landsins vegna sérstöðu Icesave-deilunnar. „En því er auðvitað ekki að leyna að þessar spurningar fáum við. Menn horfa á þetta gerast og spyrja hvort umheimurinn þurfi að búa sig undir að það gerist aftur og aftur á Íslandi að samningar við önnur ríki eða erfið mál stjórnvalda stöðvist vegna þjóðaratkvæðagreiðslu." Steingrímur segir hins vegar ekki líta út fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi áhrif á framgang efnahagsáætlunar Íslands hjá AGS. Á vorfundinum sem lauk í gær funduðu ráðamenn ríkja sem að AGS standa, auk þess sem kynntar voru skýrslur um efnahagshorfur í heiminum og áætlanir um efnahagsaðgerðir. „Almennt er viðhorfið hér að vel hafi gengið á Íslandi og að starfsfólk sjóðsins sem hafði Ísland á sinni könnu hafi hækkað í tign vegna þess hve áætlunin hafi verið farsæl," segir Steingrímur. Viðtökur hafi verið allt aðrar á fundinunum nú en þegar fyrri samningnum var hafnað fyrir ári. „Menn þekkja málið miklu betur og við komum upplýsingum strax á framfæri um að bú Landsbankans stæði vel og væri við það að fara að borga út. Það breytir verulega tóninum í allri umfjöllun um málið." Áætluninni lýkur í sumarlokSteingrímur segir útlit fyrir að þrotabú bankans greiði út fyrir áramót þriðjung hið minnsta af forgangskröfum. „Við höfum bent á að endurheimtuhorfurnar séu um níutíu prósent og miklu meiri líkur á að þær hækki fremur en lækki." Steingrímur segist hafa fengið sérlega jákvæð viðbrögð við stöðu mála hjá Norðmönnum og Svíum. Þá séu engin merki um að Hollendingar eða Bretar hyggist bregða fæti fyrir framgang efnahagsáætlunar landsins. „Við leggjum áherslu á að sem minnstar tafir verði á fimmtu endurskoðun áætlunarinnar og teljum fjármögnun vera trygga, þótt Svíar eigi að vísu eftir að taka málið fyrir þingið." Endurskoðunin fari fram að einhverjum vikum liðnum. Þá segir Steingrímur unnið samkvæmt þeirri áætlun að efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum renni sitt skeið í lok sumars. „Við og þau erum sammála um að þannig viljum við hafa það. AGS er mjög áhugasamt um að þetta haldi áfram að vera vel heppnuð áætlun sem gangi samkvæmt áætlun og þar sem markmiðunum er náð. Og ég held að það sé ekkert launungarmál að þeir sjá það þá sem skrautfjöður í hattinn." Steingrímur segir AGS í vandræðum með áætlanir margra annarra landa og vilja því gjarnan geta bent á Ísland sem dæmi um vel heppnaða áætlun sem gengið hafi vel með góðri samvinnu stjórnvalda og sjóðsins, þar sem áætlunin hafi verið löguð að þörfum landsins. „Þetta er hluti af nýrri ímynd sjóðsins og veruleika. Hann hefur verið sveigjanlegur og fallist á okkar rök og áætlunin aftur og aftur verið aðlöguð og henni breytt eftir aðstæðum." olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira