Viðskipti innlent

Stjórn HB Granda vill 340 milljónir í arðgreiðslu

Stjórn HB Granda vill að hluthafar fái arðgreiðslu upp á rétt tæpar 340 milljónir kr. fyrir síðasta ár. Þetta er töluvert hærri upphæð en greidd var í arð fyrir árið á undan.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að tillaga stjórnar HB Granda hf. fyrir aðalfund haldinn 29. apríl 2011 er að greiddur verði 20% arður (0,20 kr á hlut) vegna ársins 2010, alls að fjárhæð 339.606.745 kr. Arðurinn verði greiddur 13. maí 2011

Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 29. apríl 2011 og arðleysisdagur því 2. maí 2011.

Við þetta má bæta að aðalfundur HB Granda hf. í apríl í fyrra samþykkti að greiddur yrði 12% arður (0,12 kr á hlut) vegna ársins 2009, alls að fjárhæð 203,6 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×