Viðskipti innlent

Stærsta ferðaár sögunnar?

Gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu aukist um þrjátíu milljarða króna milli ára, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis.

Félagið áætlar að ferðamönnum til Íslands fjölgi um fimmtán til tuttugu prósent í sumar og spáir því að sexhundruð þúsund gestir sæki landið heim á þessu ári, um eitthundrað þúsund fleiri en í fyrra.

Þetta er einhver mesti vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi á einu ári frá upphafi mælinga og segir Icelandair að þetta gæti orðið stærsta ferðaár sögunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×