Viðskipti innlent

Framleiðir sement að nýju

Sementsverksmiðjan á Akranesi framleiðir meðal annars fyrir Búðarhálsvirkjun.
Sementsverksmiðjan á Akranesi framleiðir meðal annars fyrir Búðarhálsvirkjun.
Níu og hálfs mánaðar framleiðslustöðvun í Sementsverksmiðjunni á Akranesi lýkur í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu verkalýðsfélags Akraness. Framleiða á 25 þúsund tonn af sementi, meðal annars fyrir Búðarhálsvirkjun. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi,“ segir á heimasíðunni.

 

Í fyrra voru framleidd á Íslandi tæplega 38 þúsund tonn af sementi og flutt inn um 28 þúsund tonn. „Verkalýðsfélag Akraness skorar á íslenska ríkið sem og alla verktaka að styðja við íslenska framleiðslu með því að kaupa íslenskt sement,“ segir Verkalýðsfélagið.- gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×