Viðskipti innlent

Leiðari Financial Times: Mistök að refsa Íslendingum

IcesaveLeiðarahöfundur Financial Times sagði í gær að afstaða Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave afsannaði að ekki væri um annað að velja en að greiða skuldir bankastofnana.

Höfundur segir að það yrðu sorgleg mistök ef ákveðið yrði að refsa landi fyrir það eitt að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Ísland væri með gott dómsmál í höndum, það væri hræsni eða ranghugmynd að halda að almenningur í Bretlandi og Hollandi sætti sig við slíka kosti. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×