Viðskipti innlent

Telur orkuframleiðsluna tvöfaldast til ársins 2025

Mynd: Stefán
Mynd: Stefán
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkuframleiðslan á Íslandi muni tvöfaldast fram til ársins 2025 og nema þá 15 terawöttum. Við lok þessa tímabils muni arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar nema 4-8% af landsframleiðslu.

Þetta kom fram í máli Harðar á ársfundi Landsvirkjunar í dag. Hörður segir það vera sýn fyrirtækisins að það skili fjármunum inn í landið svipað og norski olíusjóðurinn. Um þetta ræddi Hörður raunar við Fréttablaðið í dag.

Hörður segir að verðþróun á raforku hérlendis verði í takt við þróunina í Evrópu. Raforkuverðið verði þó áfram samkeppnishæft á Íslandi.

Nánar verður sagt frá fundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×