Viðskipti innlent

Steingrímur staddur á vorfundi AGS

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú staddur á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington. Fundurinn hófst í gæt og stendur fram á sunnudag.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að Steingrímur hittir þar helstu stjórnendur sjóðsins sem og fulltrúa ríkja og ríkisstjórna sem sæti eiga í sjóðnum.

Á fundinum mun ráðherra gera grein fyrir framgangi efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samvinnu við íslensk stjórnvöld og skýra frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninga sl. laugardag og áhrifum hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×