Viðskipti innlent

Steingrímur til fundar við AGS

Steingrímur J Sigfússon
Steingrímur J Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sækir nú vorfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þar sem hann mun meðal annars, að því er fram kemur í tilkynningu, skýra frá niðurstöðu Icesave-kosningarinnar um síðustu helgi og áhrifum hennar.

 

Fundurinn er haldinn í Washington-borg og mun ráðherra þar hitta helstu stjórnendur AGS sem og fulltrúa ríkja og ríkisstjórna sem sæti eiga í sjóðnum.  Ráðherra mun einnig gera grein fyrir framgangi efnahagsáætlunar AGS í samvinnu við íslensk stjórnvöld. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×