Viðskipti innlent

Vilja eignast Iceland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sainsbury's er þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands. Mynd/afp
Sainsbury's er þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands. Mynd/afp
Sainsbury's, þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands, hefur áhuga á að kaupa Iceland matvörukeðjuna.

Í frétt á vef Daily Mail segir að Sainsbury's hafi áhuga á því að kaupa allan hlutinn eða hluta af verslununum 730. „Allir horfa hýrum augum á Iceland. Ef og þegar verslunarkeðjan verður til sölu munum við skoða málið. Það sem við vitum hins vegar ekki er hvort Iceland matvörukeðjan verður seld í heild eða að hluta til,“ segir Neil Sachdev, framkvæmdastjóri hjá Sainsbury's.

Skilanefnd Landsbankans á 66% hlut í Iceland sem til stendur að selja fyrir Icesave skuldinni. Daily Mail segir að 2 milljarðar sterlingspunda, um 340 milljarðar króna, geti fengist fyrir hlutinn.

Daily Mail segir jafnframt að Malcolm Walker, stofnandi Iceland, sem á 26% hlut í fyrirtækinu hafi áhuga á að taka fyrirtækið allt yfir að nýju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×