Fleiri fréttir

Bankaræningi hættir við

Bankaræningja sem hugðist ræna banka í Stephenville í Texas snerist hugur þegar á hólminn var komið. Hann gekk inn og krafðist peninga, en bað gjaldkerann að því loknu að hringja í lögreglu - hann myndi bíða úti á stétt.

Sér grefur gröf

Hann varð svo reiður út í kærustuna sína eftir rifrildi að hann skildi hana eftir í bílnum á lestarteinum rétt utan við Los Angeles í gær. Rétt í því sem lestin kom æðandi. Hann stökk svo til hliðar og beið eftir að sjá bílinn tætast í sundur og kærustuna deyja.

Kona fæðir barn á tveimur mínútum.

Vediku Vyas lá á að komast í heiminn. Móðir hennar, hin þrítuga Palak Vyas, fæddi hana aðeins tveimur mínútum eftir að hún missti vatnið.

Spítala lokað vegna manns með gervifót

Spítali í Washington fylki í Bandaríkjunum var girtur af og vopnuð lögregla leitaði í húsinu eftir að starfsmaður tilkynnti að maður með riffill gengi laus í sjúkrahúsinu.

Faðernismáli gegn Paul McCartney hætt

Rannsókn á máli 44 ára þýskrar konu sem heldur því fram að Paul McCartney sé faðir hennar, en hafi svindlað á faðernisprófi hefur verið hætt. Konan, Bettina Huber, segir að McCartney og móðir hennar, sem var gengilbeina á Starlight klúbbnum Hamborg, þar sem McCarney spilaði, hafi átt í þriggja ára löngu ástarsambandi á árunum 1959 til 1962, þegar Huber fæddist.

Kynhneigð hefur áhrif á lestur landakorta

Kynhneigð hefur áhrif á getu fólks til að lesa af landakortum. Gagnkynhneigðir karlmenn eru þannig bestir í kortalestri, en gagnkynhneigðar konur verstar.

Hélt sér vakandi í ellefu daga

Rúmlega fertugur breskur maður sló í morgun heimsmetið í að halda sér vakandi. Tony Wright hóf tilraun sína þann 14. maí klukkan sex að morgni og er því búinn að vera vakandi í ellefu daga samfleitt.

Eyþór aftur undir stýri

„Nú verð ég að passa mig á bæði bílum og brennivíni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds sem hefur endurheimt bílpróf sitt eftir hrakfarir á síðasta ári. Að auki mun hann á næstunni hella sér af fullum krafti út í bæjarpólitíkina í Árborg.

Borat gefur út ferðahandbók

Borat Sagdiyev, fréttamaðurinn knái frá Kasakstan er að gefa út ferðahandbók. Bókin er tvískipt, annar hlutinn er fyrir Kasakka á ferðalagi um Bandaríkin og hinn um Bandaríkjamenn á leið til Kasakstan. Hún ber titlana Borat:Touristic Guidings To Minor Nation of U.S. and A." and "Borat: Touristic Guidings To Glorious Nation of Kazakhstan."

Jordin Sparks vann American Idol

Hin sautján ára Jordin Sparks varð í gærkvöld yngsti sigurverari American Idol þegar hún lagði sjarmatröllið og rapparann Blake Lewis í Kodak höllinni í Hollywood. 74 milljónir atkvæða voru greidd í símakosningunni sem réði úrslitum.

Sextug kona eignast tvíbura

Sextug kona eignaðist tvíbura á Hackensack háskólaskjúkrahúsinu í New Jersey á þriðjudag. Móðirin, Frieda Birnbaum, er elsta tvíburamóðir í Bandaríkjunum, en í fyrra eignaðist 67 ára spænsk kona tvíbura.

Bakaranemar keppa

Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 10. sinn dagana 17. til 18 maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Nakinn Kani veldur usla í Nürnberg

Hann hefði átt að lesa ferðahandbókina sína betur, nakti bandaríski ferðamaðurinn sem að lögregla stöðvaði á vappi miðborg í Nürnberg á þriðjudag.

Ketti vaxa vængir vegna kynferðislegrar áreitni

Vængir uxu á kött frú Feng, gamallar konu í Xianyang borg í Kína. ,,Fyrst voru þetta bara tveir hnúðar á bakinu á honum, en þeir uxu með ógnarhraða og á mánuði var hann kominn með vængi" sagði Feng í samtali Við Huashang fréttastofuna.

Kynlíf með iPod spilaranum

Apple-fyrirtækið hótar nú að siga löfræðingaher sínum á kynlífshjálpartækjaverslunina Ann Summers. IPod framleiðandinn er brjálaður yfir auglýsingum á nýjum titrara sem nefnist iGasm. Tækið tengist við I-pod eða aðra MP3spilara, fartölvur eða geislaspilara og titrar í takt við tónlist.

Ljótir menn eru góðir fyrir genamengið

,,Ég er umkringd karlkyns fyrirsætum allan daginn. Þetta eru ágætir strákar, en ég fæ grænar bólur af þessum skörpu kjálkum og ítalska töffara útliti." ,,Það er eitthvað við sköllótta menn sem gerir mig alveg brjálaða, sérstaklega ef þeir geta fengið mig til að hlæja líka!", segir Vanessa Upton, 28 ára fyrirsæta í samali við Sun tímaritið.

Spennandi úrslitaþáttur framundan í Idol

Síðusta tækifæri keppenda í American Idol til að sanna sig leið í gær þegar hin sautján ára Jordin Spark og Blake Lewis mættust í Kodak höllinni í Los Angeles. Simon Cowell sagði að þetta vera jöfnustu keppni sem að hann hefði séð og að engin leið væri að spá fyrir um úrslitin.

Tekinn fyrir ölvunakstur á hjólastól

Lögreglu brá í brún þegar hún stöðvaði mann á hjólastól fyrir það að keyra á miðjum vegi í borginni Schwerin í Þýskalandi í gær. Maðurinn var með meira en tífalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu.

Kynkaldar mörgæsir í hitakófi

Mörgæsirnar í dýragarðinum í Devon á Suður-Englandi hafa misst allan áhuga á kynlífi. Ástæðan er óvenjulega heitt veður, sem er hinum suðurpólsku Gentoo mörgæsum ekki að skapi.

Banki borgar bloggurum

„Ég ætla að reyna að kaupa birtingu hjá einum til tveimur í viðbót. Allt er þetta fólk sem kemur oft fyrir á lista yfir vinsæla bloggara," segir Þórmundur Bergsson hjá Media Com - birtingaraðila Byrs banka.

Bítill hermir eftir Hilmari Jenssyni

Umslag væntanlegrar plötu Sir Paul McCartney, Memory Almost Full, þykir sláandi líkt umslagi fyrstu sólóplötu gítarleikarans Hilmars Jenssonar, Dofinn, sem kom út árið 1995.

Kate saknar kynlífsins

Enska leikkonan Kate Beckinsale hefur fengið sig fullsadda af því kynlífssvelti sem hún hefur mátt þola síðustu vikur en eiginmaður hennar, Len Wiseman, hefur varla sést á heimili þeirra skötuhjúa vegna mikillar vinnu að undanförnu. Wiseman er leikstjóri Live Free or Die Hard, nýjustu myndar Bruce Willis, og eyðir öllum sínum tíma í að klippa og kynna sitt nýjasta verk.

Lalla-auglýsing kærð

Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA. „Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf.

Tíndu hátt í hundrað lítra af skít

„Við höfum gert þetta einu sinni eða tvisvar áður. Aðallega vegna þess að það er illa gengið um á þessum hundasvæðum. Fólk hendir hundunum út úr bílunum en gleymir að tína upp eftir þá,“ segir Stefanía H. Sigurðardóttir, einn af aðstandendum Tryggs, hagsmunasamtaka hundaeigenda. Félagið stóð fyrir skítatínslu á Geirsnefi, á sunnudaginn var, og mættu um tuttugu manns til tínslunnar.

Vill ekki kvænast

Spænski hjartaknúsarinn Enrique Iglesias hefur sagt unnustu sinni, tenniskonunni Önnu Kournikovu, að hann muni aldrei giftast henni. Enn fremur hefur söngvarinn engan áhuga á að eignast börn næstu átta árin hið minnsta.

Paula Abdul bjargaði hundinum sínum en braut á sér nefið

Paula Abdul, fyrrverandi poppstjarna og dómari í American Idol, nefbrotnaði um síðustu helgi. Óhappið varð með þeim hætti að chihuahua hundurinn hennar var að flækjast fyrir henni og litlu munaði að hún hefði stigið á hann. Henni tókst þó að forða þeirri ógæfu en ekki vildi betur til en svo að hún missti jafnvægið og datt beint á nefið, sem lét undan.

Matthew McConaughey stígur kjúklingadans

Leikarinn Matthew McConaughey, sem hingað til hefur verið talinn mikið kyntákn, sást taka nokkur létt spor á tökustað nýrrar myndar sinnar ,, Surfer Dude".

Eiturlyf fyrir skólabörn

Dularfullur, illa þefjandi pakki barst grunnskólanum í Kent í New York fylki á fimmtudag. Pakkinn var stílaður á Joan Pinserton, en það er misritun á nafni skólastjórans - Pinkerton.

Vaknaði ekki þó hann væri skotinn í höfuðið

Michael Lusher sefur fast. Svo fast raunar að þegar kúla úr lítilli skammbyssu lenti í höfði hans þar sem hann svaf á hjólhýsi sínu í Huntington í Virginíufylki á sunnudagsmorgun vaknaði hann ekki. Það var ekki fyrr en fjórum tímum síðar að Lusher rumskaði og grunaði að eitthvað væri í ólagi þar sem að blóð lak úr höfði hans.

Angelina Jolie tekur sér frí

Angelina Jolie ætlar að taka sér árs frí til að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni. ,,Ég mun vinna í sumar. Ég verð í nokkra mánuði í Prag, svo fer ég í tveggja mánaða frí, vinn aftur í tvo mánuði og tek mér svo frí í ár." sagði leikkonan í samtali við People tímaritið.

Hrapandi teppi lamar mann

Kínverskur maður leitar nú logandi ljósi að eiganda teppis sem féll á hann ofan af fjögurra hæða húsi í bænum Shenzhen í Kína með þeim afleiðingum að hann lamaðist.

Hinsegin flamingóar ættleiða unga

Tveir samkynhneigðir flamingóar í Bretlandi eru orðnir stolir fósturforeldrar eftir að þeir tóku munaðarlausan unga undir verndarvængi sína. Carlos og Fernando hafa verið saman í sex ár. Þeir voru orðnir svo örvæntingarfullir að stofna fjölskyldu að þeir fóru að stela eggjum.

Mandela vill Kryddpíur í afmælisveislu

Nelson Mandela vill fá Kryddpíurnar til að spila í 89 ára afmælinu sínu. Hann hefur send stöllunum Victoriu Beckham, Mel B, Mel C, Geri Halliwell og Emmu Bunton sérstök boðskort, þar sem hann býður þeim að taka þátt í gala-tónleikum í tilefni afmælisins.

Fönixreglan frumsýnd í Japan

Fimmta Harry Potter myndin, Fönixreglan, verður frumsýnd í Japan 28. júní. Íslendingar þurfa að bíða aðeins lengur, en hér verður myndin ekki sýnd fyrr en 13. júlí.

Britney vildi leðursæti og neitaði að fljúga

Britney Spears heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en tónlist sína. Í gær greindi News of the World frá því að söngkonan hefði gengið út úr flugvél skömmu fyrir flugtak en hún var á leið frá Los Angeles til Florida. Ástæðan fyrir óánægju Britney var að sæti vélarinnar voru ekki klædd leðri.

Sjá næstu 50 fréttir