Lífið

Hélt sér vakandi í ellefu daga

Ýmsum ráðum beitt til að halda sér vakandi
Ýmsum ráðum beitt til að halda sér vakandi

Rúmlega fertugur breskur maður sló í morgun heimsmetið í að halda sér vakandi. Tony Wright hóf tilraun sína þann 14. maí klukkan sex að morgni og er því búinn að vera vakandi í ellefu daga samfleitt.

,,Ég er ekki orðinn þreyttur ennþá, það er enn smá adrenalín í kerfinu." sagði Wright í morgun. Hann hyggst þó ekki reyna að slá eigið met.

Jurtate og hráfæði var meðal þess sem Wright, sem er menntaður garðyrkjumaður, þakkaði árangurinn. Vinir hans hjálpuðu honum líka að halda sér vakandi með leikjum og spjalli.

Wright hefur rannsakað svefnleysi í fimmtán ár og gert fleiri en hundrað tilraunir á sjálfum sér, þar sem hann hefur haldið sér vakandi frá í allt að átta daga.

Hann heldur því fram að heilahvelin þurfi mismikla hvíld og að með réttum undirbúningi sé hægt að vera vakandi í langan tíma án þess að missa niður hæfni.

Eldra met í svefnleysi setti námsmaðurinn Randy Gardner í svefnrannsókn í San Diego árið 1964






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.