Lífið

Faðernismáli gegn Paul McCartney hætt

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
MYND/Peter Macdiarmid
Rannsókn á máli 44 ára þýskrar konu sem heldur því fram að Paul McCartney sé faðir hennar, en hafi svindlað á faðernisprófi hefur verið hætt.

Konan, Bettina Huber, segir að McCartney og móðir hennar, sem var gengilbeina á Starlight klúbbnum Hamborg, þar sem McCarney spilaði, hafi átt í þriggja ára löngu ástarsambandi á árunum 1959 til 1962, þegar Huber fæddist.

Michael Grunwalk, talmaður saksóknara í Þýskalandi sagði að rannsókninni hefði verið hætt vegna þess að þær sakir sem konan bar á McCartney væru, jafnvel þó þær væru sannar, löngu fyrndar.

Þegar Hubers varð átján ára gömul, árið 1983 fóru hún og móðir hennar, Erika og kröfðust rannsókna á faðerni stúlkunnar. McCarney faðernispróf sem benti til þess að hann væri ekki faðir hennar. Mæðgurnar halda því hinsvegar fram að hann hafi sent tvífara sinn í rannsóknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.