Lífið

Vill ekki kvænast

Ef Enrique Iglesias fær einhverju að ráða mun Anna Kournikova aldrei bera giftingarhring.
Ef Enrique Iglesias fær einhverju að ráða mun Anna Kournikova aldrei bera giftingarhring. MYND/Getty

Spænski hjartaknúsarinn Enrique Iglesias hefur sagt unnustu sinni, tenniskonunni Önnu Kournikovu, að hann muni aldrei giftast henni. Enn fremur hefur söngvarinn engan áhuga á að eignast börn næstu átta árin hið minnsta.

„Fyrir mér hefur eitthvað bréfsnifsi sem staðfestir samband enga þýðingu. Öll sambönd ganga í gegnum sína erfiðu tíma og ég held að hjónaband komi ekki í veg fyrir það. Þvert á móti held ég að hjónaband auki á vandamálin,“ segir Iglesias sem vill þó ekki útiloka neitt í þessum efnum. „Ég þarf ekki á giftingu að halda í augnablikinu og ég held að ég sé ekki reiðubúinn fyrir börn. Ég er nýorðinn 32 ára og vil bíða til fertugs hið minnsta.“

Ekki er vitað hvaða áhrif þessi ummæli hafa á samband Iglesias og Kournikovu en þau hafa verið saman í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.