Lífið

Ketti vaxa vængir vegna kynferðislegrar áreitni

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Frú Feng og vængjaði kisinn
Frú Feng og vængjaði kisinn

Vængir uxu á kött frú Feng, gamallar konu í Xianyang borg í Kína. ,,Fyrst voru þetta bara tveir hnúðar á bakinu á honum, en þeir uxu með ógnarhraða og á mánuði var hann kominn með vængi" sagði amman Feng í samtali Við Huashang fréttastofuna.

Það eru bein í vængjunum, sem láta gæludýrið líta út eins og ,,kisu-engil" að sögn konunnar.

Hún er heldur ekki í vafa um af hverju vængirnir uxu - kisi varð nefnilega fyrir kynferðislegri áreitni.

,,Fyrir mánuði síðan kom hópur af læðum á lóðaríi hingað og áreittu hann, vængirnir byrjuðu að vaxta eftir það" sagði konan

Sérfræðingar segja þó líklegra að það sé stökkbreyting á genum kattarins sem valdi vængjunum, en þeir ættu á engan hátt að koma í veg fyrir að hann lifi eðlilegu lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.