Lífið

Ljótir menn eru góðir fyrir genamengið

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Fjölskyldan á góðri stund.
Fjölskyldan á góðri stund.

,,Ég er umkringd karlkyns fyrirsætum allan daginn. Þetta eru ágætir strákar, en ég fæ grænar bólur af þessum skörpu kjálkum og ítalska töffara útliti." ,,Það er eitthvað við sköllótta menn sem gerir mig alveg brjálaða, sérstaklega ef þeir geta fengið mig til að hlæja líka!", segir Vanessa Upton, 28 ára fyrirsæta í samali við Sun tímaritið.

Hún kynntist manninum sínum, hinum 34 ára boxara Colin Kane sem helst líkist boxer hundi með tvær rendur af aflituðu hári á höfðinu, á hnefaleik þar sem hún var stigavörður.

,,Hann var með rakað höfuð, brotið nef og ótrúlega blá augu. Ég gat ekki hætt að horfa á hann" sagði fyrirsætan.

Hún er ekki ein um þessa skoðun. Í rannsókn sem félagsfræðingurinn Diane Felmee gerði kemur fram að aðeins þriðjungur kvenna segist heillast fyrst af útliti manna. Húmor, góð staða og fjárhagur voru atriði sem skiptu flestar konur meira máli.

Ljótir menn eru leið nátturunnar til að gera við genamengi mannsins. Þessu halda vísindamenn í háskólanum í Newcastle fram. Þeir segja að konur vilji frekar vera með mönnum með góð gen og náttúrulega hæfni til að berjast við sjúkdóma en þá sem eru fallegir á hefðbundinn hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.