Lífið

Kynkaldar mörgæsir í hitakófi

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Ekki núna elskan, ég er með hausverk.
Ekki núna elskan, ég er með hausverk. MYND/Peter Macdiarmid

Mörgæsirnar í dýragarðinum í Devon á Suður-Englandi hafa misst allan áhuga á kynlífi. Ástæðan er óvenjulega heitt veður, sem er hinum suðurpólsku Gentoo mörgæsum ekki að skapi.

Fuglarnir hafa nú verið lánaðir til dýragarðs í Skotlandi, í þeirri von að kalt loftið kveiki ástareldana.

,,Það hlýnaði of snemma hjá okkur og mörgæsirnar halda að það sé síðar á árinu, og að fengitíminn sé búinn. Flutningurinn norður kemur þeim vonandi í rétt far" sagði Tony Durkin forstöðumaður Living Coasts dýragarðsins.

Mörgæsirnar - sem eru upprunnar á Suðurpólnum - voru fluttar í Edinborgar í einangruðum kæliflutningabíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.