Lífið

Big brother keppanda verður ekki sagt frá láti föður síns

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Emma Cornell fær ekki að vita að faðir hennar sé látinn.
Emma Cornell fær ekki að vita að faðir hennar sé látinn.

Emmu Cornell 24 ára keppanda í Big Brother raunveruleikaþættinum í Ástralíu verður ekki sagt frá því að pabbi hennar sé nýlátinn úr krabbameini því hann vildi ekki eyðileggja möguleika hennar á frægð og frama.

Hinn 53 ára gamli Raymond Cornell var jarðaður á mánudag. Hann hafði fyrir andlátið beðið um það að dóttirin yrði ekki látin vita af láti hans fyrr en þáttöku hennar í þættinum væri lokið.

Í Big Brother þættinum eru keppendur lokaðir inni í einbýlishúsi og mega ekki hafa nein samskipti við umheiminn. Cornell veit því ekki að faðir hennar lést í síðustu viku, en hún hefur dvalið í Gold Coast Big Brother húsinu í fimm vikur.

,,Pabbi hennar vildi ekki valda henni uppnámi eða láta henni líða eins og hún þyrfti að hætta í þættinum til að koma í jarðarförina." sagði kærasti Cornell, Tim Standon við Daily Telegraph í Ástralíu.

Sálfræðingar hafa gagnrýnt framleiðendur þáttarins harðlega. ,,Ætla þeir kannski að segja henni frá þessu í beinni til að auka áhorfið? Hún á bara einn pabba og hún mun þjást af sektarkennd og biturð það sem eftir er." sagði Tim Costello, forstöðumaður World Vision Charity góðgerðarsamtakanna.

David Brown, talsmaður Souther Star Endemol fyrirtækisins sem framleiðir þáttinn, sagði að fyrirtækið myndi ekki endurskoða afstöðu sína þar sem þetta væri ósk fjölskyldunnar og hana bæri að virða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.