Lífið

Kynhneigð hefur áhrif á lestur landakorta

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Kynhneigð hefur áhrif á getu fólks til að lesa úr kortum.

Gagnkynhneigðir karlmenn eru þannig bestir í kortalestri, en gagnkynhneigðar konur verstar.

Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Warwick gerði í samstarfi við BBC. Í hennir söfnuðu þeir gögnum frá 198 þúsund manns á aldrinum 20 til 65 ára.

Eins og búist var við voru karlmenn bestir í því að sjá fyrir sér hvernig tvívíðir og þrívíðir hlutir á blaði líta út sé þeim snúið, en þetta segir meðal annars til um getu manna til að lesa úr kortum. En það kom á óvart að samkynhneigðir karlmenn voru verri í þessu en gagnkynhneigðir. Þá voru samkynhneigðar konur betri en gagnkynhneigðar, sem ráku lesina í kortalesturshæfninni.

Öldrun heilans er þó óháð kynhneigð. Þar hafa konur þó vinninginn, en hæfni þeirra skerðist hægar en sam- og gagnkynhneigðra karla.

Mögulega ná kynin því þar af leiðandi að verða svipað léleg að lesa úr kortum með árunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.