Fleiri fréttir

Kynlífshjálpartæki Jacksons til sölu

Fleiri en tuttugu þúsund munir sem eitt sinn tilheyrðu Michael Jackson verða seldir á uppboði á Hard Rock Hótelinu í Las Vegas í lok mánaðarins. Á meðal munanna eru kynlífshjálpartæki og málverk af nöktum drengjum.

Stallone sektaður fyrir innflutning stera

Dómstóll í Ástralíu sektaði Sylvester Stallone í morgun um tæplega sjö hundruð þúsund krónur yrir að hafa undir höndum vaxtarhormónið Jintropin.

Trúður fyrir þunglynda apa

Lífsleiðir simpansar, górillur, bavíanar og órangútanar í njóta nú liðsinnis trúðs til að halda uppi stuði.

Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak

Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki.

Olsen-systur í næstu Bond-mynd

Olsen-systurnar munu mögulega verða fyrstu tvíburarnir til að leika Bond-stúlkur. Barnastjörnurnar fyrrverandi eru í viðræðum við framleiðendur Bond myndanna um að taka að sér hlutverk Bond-stúlkna á móti Daniel Craig í næstu mynd um spæjarann sjarmerandi.

Ungabarn með byssuleyfi

Bubba Ludwig er 11 mánaða gamall. Hann getur hvorki talað né gengið, en það kemur ekki í veg fyrir að hann fái byssuleyfi í Illinois fylki í Bandaríkjunum.

Maður drekkir sorgum, kona drekkir bíl.

Einn bjór enn kostaði breskan karlmann á þrítugsaldri aleiguna. Jason Wilson, 24 ára gamall maður frá norður Englandi vildi vera aðeins lengur á kránni. Kærastan hans vildi fara heim.

Blóðugur slagur fyrir betri tíð

Söngur, dans, fyllerí og slagsmál. Nei, við erum ekki að tala um íslenskt sveitaball - heldur uppskeruhátíðina Tinka. Í byrjun Maí ár hvert hittast þúsundir Bólivískra frumbyggja í afskekktum þorpum í fjallahéruðum landsins. Þar drekka þeir sig fulla og slást, jarðargyðjunni Bajamama til dýrðar.

Pálmi læknir reynist bræðrabani mesti

„Já, það má segja að Pálmi sé sannkallaður bræðrabani. Hann sló út Gísla og nú Pál Ásgeir Ásgeirsson,“ segir Logi Bergmann Eiðsson Meistarastjóri.

Eiturlyfjaglaðningur í barnaboxi

Átta ára stúlka fékk sérstakan glaðning í barnaboxinu sínu þegar hún heimsótti Macdonalds veitingastað í Illinois í Bandaríkjunum - stóran köggul af maríjúana. Í boxinu voru líka pípa og kveikjari til að njóta glaðningsins.

Lítur upp til McCartneys

Bob Dylan tjáir sig um vinskap sinn við Bítlana og dálæti sitt á Sir Paul McCartney í nýjasta tölublaði Rolling Stone. Hann segir að George Harrison hafi átt erfitt með að hafa sig í frammi með þá John Lennon og Sir Paul McCartney sér við hlið.

Imperioli ánægður með Íslandsdvöl

Bandaríski leikarinn Michael Imperioli var gestur hjá David Letterman á þriðjudaginn þar sem hann ræddi um síðustu þætti Sopranos og dvölina á Íslandi.

Hrafn á slóðum forfeðranna

„Við vorum bara að athuga hvaðan forfeður ömmu minnar voru og hvar þeir höfðu búið," segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson.

Fangelsisvist Parísar stytt

Hótelerfinginn París Hilton þarf ekki að afplána nema um helming 45 daga fangelsisvistar. Að auki verður hún vistuð fjarri öðrum föngum meðan á vist hennar stendur. París mun líklegast afplána 23 daga vist. Ástæða þessa er stefna fangelsisyfirvalda að hvetja fanga til að haga sér vel.

Sofnaði í miðjum póker

„Ég var sybbinn og þreyttur,” segir Gísli Ásgeirsson, þýðandi og þulur. En á dögunum varð sá einstæði atburður að þar sem Gísli sat við og lýsti pókerþætti á Sýn þá sofnaði hann.

Britney ósátt við mömmu

Britney Spears neitaði að heimsækja móður sína, Lynne, þegar hún lá á spítala með lungnabólgu.

Áhyggjur af ofbeldi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg hefur lýst yfir áhyggjum sínum á ofbeldinu í Darfur-héraði í Súdan. Hann hefur sent bréf til Hu Jintao, forseta Kína, þar sem hann hvetur þjóðina til að setja þrýsting á Súdan um að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna inn í landið.

Ómar kærir Gauk fyrir meiðyrði

„Ágætt er að fá á hreint hvar mörkin liggja. En ég hef að öðru leyti kosið að tjá mig ekki um málið meðan það er til meðferðar hjá dómstólum,“ segir Ómar R. Valdimarsson, ræðismaður og kynningarfulltrúi. Hann vísar til þess að menn séu ábyrgir orða sinna jafnt á netinu sem annars staðar.

Nýtt nám í MK

Í haust verður í Menntaskólanum í Kópavogi boðið upp á hótelstjórnun, nýtt nám á háskólastigi. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í ein átta ár eða svo,“ sagði Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í MK. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegt nám hafi verið í boði hér á landi áður.

Verðlauna gott starf

Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi hlaut í vikunni foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, árið 2007. Verðlaunin hlaut félagið fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld og Grunnskóla Seltjarnarness. Formaður Gróttu, Bjarni Torfi Álfþórsson, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd samfélagsins á Seltjarnarnesi.

Játaði sekt sína

Leikarinn Sylvester Stallone hefur játað að hafa haft með sér vaxtar­hormón til Ástralíu hinn 16. febrúar. „Ég gerði mikil mistök, ekki vegna þess að ég ætlaði að gabba einhvern heldur vegna þess að ég hafði ekki kynnt mér ykkar reglugerðir,“ skrifaði Stallone í bréfi sínu til dómstóla í Sydney. „Mér þykir mjög leitt að þetta brot mitt setji slæmt fordæmi fyrir almenning, því ég met skoðanir hans mikils.“

Sambandið á enda

Leikkonan Denise Richards og Richie Sambora, gítarleikari Bon Jovi, er hætt saman eftir eins árs ástarsamband. Vinur parsins fyrrverandi segir að þau hafi hætt saman fyrir tveimur mánuðum en hafi ekki viljað láta fjölmiðla vita af sambandsslitunum.

Hræringar á sjónvarpsmarkaði

Það eru heilmiklar hræringar á sjónvarpsmarkaðnum. Eftir margra mánaða vangaveltur hefur NBC sjónvarpsstöðin ákveðið að ráðast í framleiðslu á átjándu seríunni af þættinum Law and Order, sem er sýndur á Skjá einum. Áhorf hefur hrunið af þættinum og nú horfa aðeins um níu milljónir manna á hvern þátt.

Róló fyrir gamla fólkið

Leikvöllur fyrir eldri borgara hefur verið opnaður í Preussen garðinum í Berlín. Börn eru bönnuð á leikvellinum þar sem finna má sérhönnuð æfingatæki fyrir gamalmenni ásamt hefðbundnari klifurgrindum og rennibrautum.

Brokeback Mountain veldur sálarstríði ungrar stúlku

Fjölskylda tólf ára stúlku hefur kært Ashburn grunnskólann í Chicago fyrir vanrækslu, nauðungarvist og að særa blygðunarkennd stúlkunnar með því að sýna bekknum hennar Óskarsverðlaunamyndina Brokeback mountain í fyrravetur.

Lalla-auglýsingar enn í deiglunni

„Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að fram komi að SÍA – samband íslenskra auglýsingastofa – kemur aldrei að starfsemi auglýsingastofa. Og blessar ekki auglýsingar,“ segir Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA.

Húseigandi finnur múmíu í sófanum.

Honum brá svolítið húseigandanum, þegar hann steig í fyrsta sinn inn í nýtt orlofshús sitt á Costa Brava á Spáni. Við honum blasti uppþornað lík Mariu Luisu Zamora sitjandi í sófa.

Háhraða sófi slær heimsmet

Breskur garðyrkjumaður sló á sunnudaginn hraðamet húsgagna þegar hann keyrði sófa á tæplega 149 kílómetra hraða í Bruntingthorpe í Leicestershire. Marek Turowski keyrði sófann á tveggja mílna langri braut sem yfirleitt er notuð til að prófa háleynileg tæki fyrir varnarmálaráðuneyti Breta.

Blóðug málverk Pete Doherty

Rokkarinn Pete Doherty, sem þekktur er fyrir flest annað en að feta hefðbundnar slóðir haslar sér nú völl sem listmálari. Verk hans eru máluð úr blóði og sýna hversdagslega muni eins og sprautur og teskeiðar.

Ágeng skjaldbaka

Ákveðin skjaldbaka gerði á föstudaginn ítrekaðar tilraunir til að verpa eggjum sínum hjá skautasvelli í Central Park.

Deilt um plötusamning Lay Low

„Það stefnir í að við komumst að farsælli niðurstöðu. Nú erum við að ræða málin,“ segir Helgi Pjetur Jóhannsson, útgáfustjóri hjá Cod Music. Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að tónlistarkonan Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, sé ósátt við samning sinn við Cod Music og ætli sér jafnvel að fara í hart til að losna undan honum.

Reka hótel í Ölpunum

"Hótelið kallast Skihotel Speiereck og er í litlu fjallaþorpi, Sankt Michael, 100 km suður af Salzburg. Við erum á Alpahryggnum í sólríkasta hluta Austurríkis,“ útskýrir annar eigendanna, Þorgrímur Kristjánsson, hress í símann

Stúlka kærir sýningu Brokeback Mountain

Tólf ára gömul stúlka og fjölskylda hennar hafa farið í skaðabótamál við skólayfirvöld í Chicago vegna sýningar í bekk stúlkunnar á hinsegin kúrekamyndinni Brokeback Mountain. Jessica Turner sagðist hafa þjáðst andlega eftir að horfa á myndina. Kennarinn sagði nemendunum að það sem gerðist innan veggja bekksins, ætti að haldast þar, segir í Chicago Tribune.

DiCaprio í vondum málum

Nágrannar leikarans Leonardos DiCaprio heimta sextán milljóna króna skaðabætur af honum fyrir að ganga á lóð þeirra þegar hann var að láta gera körfuboltavöll við heimili sitt. Kæran var lögð fram í yfirrétti Kaliforníu í síðustu viku.

Trump orðinn afi

Auðkýfingurinn Donald Trump varð afi um síðustu helgi, rétt rúmu ári eftir að hann varð sjálfur faðir á nýjan leik. Það voru sonurinn Donald Trump yngri og eiginkona hans Vanessa sem eignuðust stúlkubarn. Hún hefur þegar fengið nafnið Kai sem hinn stolti faðir segir að sé sótt til danskra forfeðra móðurinnar.

Fashion Cares haldið í Toronto

Dita von Teese sýndi hina víðfrægu erótísku kampavínsglassýningu sína á hátíðinni Fashion Cares sem fram fór um helgina í Toronto í Kanada. Þema hátíðarinnar að þessu sinni var „Gægjast“ eða að horfa á og að vera horft á. Hátíðin var styrkt af snyrtivörurisanum MAC og tilgangur hennar var að safna fé í baráttunni gegn alnæmi.

Fyrirgefningin á Uppstigningadag

Fimmtudaginn 17.maí heldur Guðjón Bergmann tveggja stunda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík með yfirskriftinni Fyrirgefningin: Heimsins fremsta lækning. Þetta er í fjórða skipti sem fyrirlesturinn er haldinn frá því í nóvember 2006 enda hefur þáttaka verið framúrskarandi góð.

Spiderman 3 trónir enn á toppnum

Spiderman 3 er ennþá vinsælasta myndin vestanhafs og halaði hún inn sex sinnum meiri peningum en næsta mynd á listanum. Stjórnarmenn Sony sögðu í gær að þeir ætluðu sér að gera að minnsta kosti þrjár Spiderman myndir í viðbót.

Sjá næstu 50 fréttir