Lífið

Jordin Sparks vann American Idol

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Blake Lewis og Jordin Sparks eftir úrslitin.
Blake Lewis og Jordin Sparks eftir úrslitin. MYND/Kevin Winter

Hin sautján ára Jordin Sparks varð í gærkvöld yngsti sigurverari American Idol þegar hún lagði sjarmatröllið og rapparann Blake Lewis í Kodak höllinni í Hollywood. 74 milljónir atkvæða voru greidd í símakosningunni sem réði úrslitum.

Í úrslitaþættinum fluttu fjórir fyrri sigurverarar keppninnar, þau Kelly Clarkson, Carrie Underwood, Ruben Studdard og Taylor Hicks bítlalög með þeim keppendum sem komust í tólf manna úrslit.

Sparks og Lewis féllust í faðma þegar úrslitin voru ljós, og hélt hún tárvot ræðu þar sem hún þakkað foreldrum sínum stuðninginn.

Söngkonan unga sungið frá því hún var smábarn og reyndi við inntökuprófið í Idol um leið og hún hafði aldur til, þegar hún var sextán ára.

Eftir þáttinn sagðist Lewis ekki vera hissa á úrslitunum, hann hefði veðjað á sigur Sparks fyrir mörgum vikum. ,,Mér líður vel," sagði hann. ,,Ég ætlaði meira að segja að vera í ,,kjósið Jordin Sparks" stuttermabol í úrslitaþættinum, en mér var bannað það."

American Idol er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og horfa um 30 milljón áhorfendur á hvern þátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.