Lífið

Bakaranemar keppa

Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 10. sinn dagana 17. til 18 maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

 

Markmiðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bakaraiðn og hvetja bakaranema til nýsköpunar og til að temja sér öguð vinnubrögð. Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 og að henni standa Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Landssamband bakarameistara, Klúbbur bakarameistara og Kornax sem er aðalstuðningsaðili

Að þessu sinni kepptu fjórir nemar til úrslita, þeir Aron Egilsson, Bakarameistaranum, Axel Þorsteinsson, Kökuhorninu, Björgvin Páll Gústavsson, Hjá Jóa Fel. og Þorkell Marvin Halldórsson, Brauðgerð Ólafsvíkur.

Úrslit urðu þau að Björgvin Páll Gústafsson bar sigur úr býtum. Í verðlaun hlýtur hann eignarbikar frá Kornaxi ásamt farandbikar frá Klúbbi bakarameistara. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal frá Kornaxi, verðlaunapening frá Klúbbi bakarameistara og blómvönd frá Landssambandi bakarameistara.

Stjórnandi keppninnar var Ingólfur Sigurðsson, bakarameistari og kennari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.