Lífið

Bítill hermir eftir Hilmari Jenssyni

Gítarleikarinn knái er einn af mörgum aðdáendum Sir Paul McCartney.
Gítarleikarinn knái er einn af mörgum aðdáendum Sir Paul McCartney.

Umslag væntanlegrar plötu Sir Paul McCartney, Memory Almost Full, þykir sláandi líkt umslagi fyrstu sólóplötu gítarleikarans Hilmars Jenssonar, Dofinn, sem kom út árið 1995.

Á báðum umslögunum er mynd af hægindastól í forgrunninum með hvítum bakgrunni og eru titlar platnanna jafnframt á svipuðum stað á umslögunum. Hilmar sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa séð umslag McCartney. Fannst honum ákaflega ólíklegt að Bítillinn fyrrverandi hefði stolið hugmyndinni frá honum. „Þetta er bara ein af þessum skemmtilegu tilviljunum,“ segir Hilmar, sem er aðdáandi McCartney eins og svo margir aðrir. „Ég hef nú ekki fylgst mikið með sólóferlinum hans hin síðari ár en ég hlustaði mikið á Bítlana og Wings og hans fyrstu sólóplötur þegar ég var pjakkur,“ segir hann.

 

memory almost full Umslag nýjustu plötu Paul McCartney sem kemur út í byrjun júní.

Að sögn Hilmars voru það hönnuðir umslagsins sem ákváðu að setja hægindastólinn í forgrunninn. „Þeir duttu niður á þetta eftir að þeir fengu titilinn á plötunni. Þeim fannst hann vera vísun í að það væri dofi í samfélaginu þar sem fólk væri kannski frekar að fókusera á veraldlega hluti heldur en eitthvað annað.“

 

dofinn Fyrsta sólóplata Hilmars Jenssonar kom út fyrir tólf árum.

Hilmar, sem er upptekinn við að fylgja eftir nýjustu plötu Tyft, Meg Nem Sa, í Evrópu og Bandaríkjunum, segist enn eiga eftir að fara á tónleika með McCartney. „Ég hef ekki ennþá farið en það fer kannski hver að vera síðastur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.