Lífið

Bankaræningi hættir við

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Bankaræningja sem hugðist ræna banka í Stephenville í Texas snerist hugur þegar á hólminn var komið. Hann gekk inn og krafðist peninga, en bað gjaldkerann að því loknu að hringja í lögreglu - hann myndi bíða úti á stétt.

Philip Stuart Martin var svo handtekinn þar sem hann sat og beið eftir lögreglu fyrir utan First Financial bankann. Hann var kurteis, óvopnaður, allsgáður og virtist heill á geði.

Lögreglumenn hafa yfirheyrt Martin, en eru engu nær um hvers vegna hann bað gjaldkerann að hringja í lögreglu. ,, Þetta er alls ekki hefðbundinn atburður" sagði Jason King, lögreglustjóri í Erath county.

Martin dvelur í fangelsi þar sem hann gat ekki greitt uppsetta tryggingafjárhæð, 1,8 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.