Lífið

Sextug kona eignast tvíbura

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Hjónin með börnin tvö og Abdulla Al-Khan, lækninum sem tók á móti þeim.
Hjónin með börnin tvö og Abdulla Al-Khan, lækninum sem tók á móti þeim. MYND/AP
Sextug kona eignaðist tvíburadrengi á Hackensack háskólaskjúkrahúsinu í New Jersey á þriðjudag. Móðirin, Frieda Birnbaum, er elsta tvíburamóðir í Bandaríkjunum, en í fyrra eignaðist 67 ára spænsk kona tvíbura.

Drengirnir, sem voru rúmar átta merkur hvort, voru tekin með keisaraskurði og heilsast móður og börnum vel.

Birnbaum, sem er sálfræðingur, gekkst undir tæknifrjóvgun í Suður-Afríku í fyrra, á stofnun sem sérhæfir sig í frjósemi eldri kvenna. Hún og eiginmaðurinn, Ken Birnbaum, hafa verið gift í 38 ár og eiga þrjú önnur börn, 6, 29 og 33 ára.

Konan sagði í samtali við Fox fréttastöðina að hana hafi langað í börn sem væri nær yngsta syni hennar í aldri, og að hún hafi viljað gera sitt til að uppræta fordóma gagnvart eldri mæðrum.

Ári áður upp á dag eignaðist 59 ára gömul kona, Laura Cohen sem einnig er frá New Jersey, tvíbura.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.