Lífið

Spítala lokað vegna manns með gervifót

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Morðvopn?
Morðvopn?

Spítali í Washington fylki í Bandaríkjunum var girtur af og vopnuð lögregla leitaði í húsinu eftir að starfsmaður tilkynnti að maður með riffill gengi laus í sjúkrahúsinu.

Fjöldi lögregludeilda brást við kallinu og girti húsið af og þyrla frá tollgæslunni sveimaði yfir þakinu. Riffillinn reyndist svo við nánari eftirgrennslan vera gervifótur.

Lögregla fínkembdi bygginguna, en þegar ljóst var að byssumaðurinn fyndist ekki ákváðu þeir að rýma hana. Það var þá sem konan sem tilkynnti um byssumanninn sá hann aftur, og áttaði sig á að þetta var starfmaður spítalans, með gervifót undir hendinni.

Það gerðu allir það sem þeir áttu að gera, sagði David Doll, aðstoðarlögreglustjóri í Bellinghamsýslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.