Lífið

Paula Abdul bjargaði hundinum sínum en braut á sér nefið

Paula Abdul með nefið í lagi.
Paula Abdul með nefið í lagi. MYND/AP

Paula Abdul, fyrrverandi poppstjarna og dómari í American Idol, nefbrotnaði um síðustu helgi. Óhappið varð með þeim hætti að chihuahua hundurinn hennar var að flækjast fyrir henni og litlu munaði að hún hefði stigið á hann. Henni tókst þó að forða þeirri ógæfu en ekki vildi betur til en svo að hún missti jafnvægið og datt beint á nefið, sem lét undan.

Úrslitin í American Idol verða í beinni útsendingu á Stöð 2 á morgun og ljóst að sminkarar eiga mikið verk fyrir höndum því Abdul ætlar ekki að láta bólgið nefið og aðra áverka, marbletti og brotna tá, koma í veg fyrir að hún sitji í dómarasætinu annað kvöld.

Hundurinn hennar, sem heitir víst Túlípani, slapp óskaddaður frá hildarleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.