„Pabbi minn vakir yfir mér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:02 Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona hefur marga fjöruna sopið. Vísir „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira