Lífið

Eyþór aftur undir stýri

Eyþór Arnalds er kominn með bílprófið aftur eftir að hafa misst það í ár.
Eyþór Arnalds er kominn með bílprófið aftur eftir að hafa misst það í ár.
„Nú verð ég að passa mig á bæði bílum og brennivíni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds sem hefur endurheimt bílpróf sitt eftir hrakfarir á síðasta ári. Að auki mun hann á næstunni hella sér af fullum krafti út í bæjarpólitíkina í Árborg.

Eyþór var, sem kunnugt er, sviptur ökuréttindum sínum fyrir ári síðan eftir að hafa keyrt á ljósastaur á Kleppsvegi og ekið af vettvangi. Slysið kom á versta tíma fyrir hann enda voru þá sveitastjórnarkosningar framundan í landinu og Eyþór skipaði efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg eftir glæsilegan sigur í prófkjöri flokksins. Málið vakti mikla athygli og var í kastljósi fjölmiðlanna svo dögum skipti og var talað um að ferill Eyþórs sem stjórnmálamaður væri úti. En Eyþór stóð af sér stormviðrið. Í kjölfar atburðarins dró hann sig út úr kosningabaráttunni og lýsti því yfir að hann hyggðist fara í meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar yfirburðarsigur í kosningunum en Eyþór taldi sig ekki stætt á því að taka sæti í bæjarráði fyrr en að hann væri búinn að taka út sína refsingu.

Og því stendur Eyþór í raun á tvennum gleðilegum tímamótum því auk þess að vera akandi aftur, situr hann sinn fyrsta bæjarráðsfund í næstu viku.

„Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til að koma inní starfið af fullum krafti, reynslunni ríkari,“ segir Eyþór. Eins og lesa má í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag, hefur oddvitinn verið duglegur í heilsuræktinni og hann býst ekki við því að bílprófið eigi eftir eyðileggja það góða átak fyrir sér.

„Ég ætla ekki að leyfa bílnum að hrifsa heilsuræktina úr höndunum á mér,“ sagði Eyþór.

„Ég hef fengið ótrúlega góða tilfinningu fyrir þessum tveimur jafnfljótu og þeir sjá manni fyrir góðri jarðtengingu,“ segir Eyþór.

„Auk þess finnur maður einhvern veginn miklu betur fyrir þeim. Þá má ekki gleyma því hversu mikill mengunarvaldur bíllinn er, því það er varasamt að láta hann þjóna sér of mikið að ekki sé nú talað um útblásturinn,“ segir Eyþór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.